Ætluðu að ganga til liðs við Ríki íslams

Bandaríska alríkislögreglan (FBI) handtók þrjá útlendinga sem bjuggu í Brooklyn, New York, en þeir eiga að hafa óskað eftir aðild að skæruliðasamtökunum Ríki íslams, samkvæmt upplýsingum BBC frá FBI.

Tveir þeirra höfðu hótað því að drepa lögreglumann og liðsmenn FBI í Bandaríkjunum ef þeir gætu ekki ferðast til Sýrlands.

Mennirnir þrír vöktu athygli yfirvalda eftir að þeir settu inn færslur á vef sem er skrifaður á úsbekistönsku. Í einni færslunni lýstu þeir því yfir að þeir vildu drepa forseta Bandaríkjanna, Barack Obama. 

Tveir þeirra eru frá Úzbekistan, Abdurasul Juraboev, 24 ára og Abror Habibov, 30 ára. Sá þriðji er frá Kasakstan, Akhror Saidakhmetov, sem er 19 ára að aldri. Þeir hafa nú verið ákærðir á grundvelli hryðjuverkalaga.

Saidakhmetov var handtekinn á John F Kennedy flugvellinum í New York á þriðjudag en hann var á leið til Istanbul í Tyrklandi.  Juraboev var búinn að kaupa miða til Istanbul og átti að fara í næsta mánuði. Sá þriðji, Habibov, er sakaður um að hafa aðstoðað Saidakhmeto við að fjármögnun.

AFP
Við dómshúsið í Brooklyn í gær
Við dómshúsið í Brooklyn í gær AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert