BBC nafngreinir böðulinn

Maðurinn sem BBC hefur nafngreint sem Mohammed Emwazi frá Lundúnum.
Maðurinn sem BBC hefur nafngreint sem Mohammed Emwazi frá Lundúnum. EPA

BBC hef­ur nafn­greint mann­inn sem kallaður hef­ur verið Ji­hadi John og komið hef­ur fram í mynd­bönd­um sem sýna af­höfðanir vest­rænna gísla í haldi Rík­is íslam. Sam­kvæmt BBC heit­ir hann Mohammed Emwazi og er, eða var, Lund­úna­búi.

Að sögn BBC var Emwazi á radar bresku leyniþjón­ust­unn­ar en hún kaus að halda nafni hans leyndu þar til nú vegna yf­ir­stand­andi aðgerða.

Emwazi birt­ist fyrst í mynd­bandi í ág­úst sl. þar sem hann tók banda­ríska blaðamann­inn James Foley af lífi. Hann er einnig tal­inn hafa birst í mynd­bönd­um sem sýna af­höfðanir blaðamanns­ins Steven Sotloff, breska hjálp­ar­starfs­manns­ins Dav­id Haines, breska leigu­bíl­stjór­ans Alan Henn­ing og banda­ríska hjálp­ar­starfs­manns­ins Abd­ul-Rahm­an Kassig, sem gekk einnig und­ir nafn­inu Peter.

Í síðasta mánuði sást Emwazi á mynd­bandi með japönsku gísl­un­um Har­una Yukawa og Kenji Goto. Báðir voru tekn­ir af lífi.

Emwazi er tal­inn vera sam­starfsmaður bresks ein­stak­lings sem ferðaðist til Sómal­íu 2006 og ku hafa átt aðkomu að stuðnings- og fjár­mögn­un­ar­neti fyr­ir sómölsku hryðju­verka­sam­tök­in al-Shabab.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert