Bloggari brytjaður í spað

00:00
00:00

Hundruð tóku þátt í mót­mæl­um í höfuðborg Bangla­dess, Dhaka, í morg­un, en fólkið lýsti yfir andúð sinni á morði á banda­rísk­um blogg­ara í borg­inni í gær­kvöldi. Maður­inn var brytjaður í spað með sveðjum en eng­inn hef­ur verið hand­tek­inn vegna morðsins.

Meðal þeirra sem mót­mæltu dráp­inu eru kenn­ar­ar, rit­höf­und­ar og út­gef­end­ur en þeir komu sam­an skammt frá þeim stað sem Avijit Roy,stofn­andi Mukto-Mona bloggs­ins, var myrt­ur í gær­kvöldi. Hann var koma heim til sín af bóka­messu ásamt eig­in­konu þegar hóp­ur árás­ar­manna réðst á þau. Kon­an hans er þungt hald­in á sjúkra­húsi.

Avijit Roy hafði fengið hót­an­ir frá íslam­ist­um en hann var guðleys­ingi sem boðaði ver­ald­ar­hyggju við litla hrifn­ingu meðal öfga­hópa. Hann er ann­ar trú­leys­ing­inn og blogg­ar­inn sem er tek­inn af lífi með þess­um hætti í Bangla­dess á inn­an við tveim­ur árum.

Faðir Avijit Roy seg­ist hafa varað son inn við ástand­inu í Bangla­dess og að þetta væri ekki rétti staður­inn fyr­ir hann að vera á. En hann hafði komið til lands­ins til þess að hitta móður sina og að kynna tvær bæk­ur sín­ar sem voru að koma út í tengsl­um við bóka­mess­una. 

Faðir­inn, Ajay Roy, seg­ir að son­ur hans hafi fengið ít­rekaðar hót­an­ir frá íslam­ist­um áður en hann fór til Bangla­dess þann 16. fe­brú­ar sl. Harðlínu-íslam­ist­ar hafa lengi kraf­ist þess að trú­leys­ingj­ar sem birta blogg með skoðunum sín­um verði tekn­ir af lífi op­in­ber­lega. Þeir hafa kraf­ist þess að ný lög verði sett í land­inu sem koma í veg fyr­ir að hægt sé að skrifa gagn­rýni um íslam.

Eiginkona Avijit Roys, Rafida Ahmed Banna
Eig­in­kona Avijit Roys, Rafida Ah­med Banna AFP
Avijit Roy var bryjaður í spað úti á götu í …
Avijit Roy var bryjaður í spað úti á götu í gær­kvöldi. EPA
AFP
AFP
Fjölmargir hafa í morgun morðinu á bandaríska bloggaranum.
Fjöl­marg­ir hafa í morg­un morðinu á banda­ríska blogg­ar­an­um. AFP
Eiginkona Avijit Roys, Rafida Ahmed Banna
Eig­in­kona Avijit Roys, Rafida Ah­med Banna AFP
Avijit Roy var bryjaður í spað úti á götu í …
Avijit Roy var bryjaður í spað úti á götu í gær­kvöldi. EPA
AFP
AFP
Fjölmargir hafa í morgun morðinu á bandaríska bloggaranum.
Fjöl­marg­ir hafa í morg­un morðinu á banda­ríska blogg­ar­an­um. AFP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert