Boris Nemtsov skotinn til bana

00:00
00:00

Rúss­neski stjórn­mála­maður­inn Bor­is Nemt­sov hef­ur verið skot­inn til bana í Moskvu. Þessu grein­ir frétta­stofa BBC frá.

Nemt­sov er sagður hafa verið skot­inn fjór­um sinn­um þar sem hann var á gangi ná­lægt Kreml og Rauða Torg­inu.

Nokkr­ir menn munu hafa stigið út úr bíl og skotið Nemt­sov. Sam­starfsmaður Nemt­sov mun hafa staðfest að hann sé lát­inn en mikið af lög­reglu­mönn­um er á Zamoskvor­et­skiy brúnni þar sem sagt er að Nemt­sov hafi verið skot­inn.

Nemt­sov var aðstoðar-for­sæt­is­ráðherra Rúss­lands þegar Bor­is Yelt­sín var for­seti lands­ins. Þegar Pút­in tók við völd­um gerðist Nemt­sov leiðtogi stjórn­ar­and­stöðunn­ar og harður gagn­rýn­ismaður for­set­ans. Sætti hann meðal ann­ars fang­elsi fyr­ir að taka þátt í mót­mæl­um árið 2011 þar sem auk­ins skoðana­frels­is var kraf­ist.

Kirkja heilags Basils er drungalegur bakgrunnur þar sem lík Nemtsov …
Kirkja heil­ags Basils er drunga­leg­ur bak­grunn­ur þar sem lík Nemt­sov ligg­ur, vafið í plast. AFP
Boris Nemtsov ræðir við fréttamenn á mótmælum árið 2012.
Bor­is Nemt­sov ræðir við frétta­menn á mót­mæl­um árið 2012. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert