Eyddi fóstri kærustunnar

Norski fáninn.
Norski fáninn. Ljósmynd/Johannes Jansson-norden.org

25 ára norskur karlmaður hefur verið ákærður fyrir að hafa laumað lyfjum til fóstureyðingar í drykki kærustu sinnar að því er norski fréttamiðillinn VG greinir frá. „Þetta er mjög sérstakt mál þar sem fósturlát var framkallað hjá konunni gegn hennar vilja,“ segir ríkissaksóknarinn Kaia Strandjord í viðtali við miðilinn.

Maðurinn var faðir hins ófædda barns og segir Strandjord að hann eigi yfir höfði sér allt upp í 21 árs fangelsi verði hann fundinn sekur. Málið á sér enga hliðstæðu í hinu norska réttarkerfi og gæti málið því verið fordæmisgefandi.

Læknir konunnar uppgötvaði lyfin í þvagi konunnar þegar hún missti fóstrið í tólftu viku. Í framhaldinu var haft samband við lögreglu og féll grunurinn strax á kærastann sem viðurkenndi glæp sinn að sögn Strandjord.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert