Grunaður vitorðsmaður handtekinn

Lögregla stendur vörð við bænahús gyðinga við Krystalgade í Kaupmannahöfn.
Lögregla stendur vörð við bænahús gyðinga við Krystalgade í Kaupmannahöfn. AFP

Danska lögreglan handtók mann í Kaupmannahöfn í morgun sem er grunaður um að vera vitorðsmaður tilræðismannsins sem skaut tvo til bana í borginni fyrr í mánuðinum. 

Árásarmaðurinn, Omar Abdel Hamid El-Hussein, skaut einn mann til bana í menningarmiðstöðinni Krudttønden og annan við bænahús gyðinga við Krystalgade.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá lögreglunni í Kaupmannahöfn. Þar segir að maðurinn hafi verið handtekinn klukkan 10:35 í morgun. Um sé að ræða ungan mann sem er sakaður um að hafa aðstoðað El-Hussein við morðin. Tveir menn eru þegar í haldi grunaðir um að hafa aðstoðað við undirbúning árásanna um miðjan febrúar. Í gær var gæsluvarðhald yfir þeim framlengt um fjórar vikur.

Helle Thorning-Schmidt leggur blómvönd fyrir utan bænahús gyðinga við Krystalgade
Helle Thorning-Schmidt leggur blómvönd fyrir utan bænahús gyðinga við Krystalgade AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert