Vill að „Jihadi John“ náist lifandi

„Jihadi John“/Mohammed Emwazi.
„Jihadi John“/Mohammed Emwazi. EPA

Ekkja manns sem var tek­inn af lífi af grímu­klædd­um liðsmanni Ríki íslams, „Ji­hadi John“, seg­ir að hún vilji að hann ná­ist lif­andi. Í gær var upp­lýst um hver böðull­inn er en hann er bresk­ur tölv­un­ar­fræðing­ur, Mohammed Emwazi.

Í viðtali við BBC seg­ir Drag­ana Haines að það síðasta sem hún vilji sé að „Ji­hadi John“ fái að deyja með „sæmd“. Eig­inmaður henn­ar, breski hjálp­ar­starfsmaður­inn Dav­id Haines, var í haldi Ríki íslams í fyrra og var tek­inn af lífi af „Ji­hadi John“ en af­tak­an var tek­in upp og sýnd á net­inu.

Þar sést „Ji­hadi John“ af­höfða Haines en auk þess hafa birst fleiri mynd­skeið þar sem böðull­inn sést af­höfða fleiri vest­ræna gísla. Í gær birtu fjöl­miðlar upp­lýs­ing­ar um hver böðull­inn er en breska lög­regl­an hef­ur ekki viljað staðfesta hver hann og vís­ar að sögn BBC til rann­sókn­ar sem standi nú yfir.

Emwazi, sem er fædd­ur í Kúveit, er 27 ára og menntaður í Lund­ún­um. Breska leyniþjón­ust­an hef­ur vitað af hon­um í tals­verðan tíma en hann birt­ist fyrst á mynd­skeiði frá Ríki íslams í ág­úst þar sem hann sést af­höfða banda­ríska blaðamann­inn, James Foley.

Jafn­framt er talið víst að hann hafi einnig tekið að sér hlut­verk böðuls­ins við af­tök­ur Haines, banda­ríska blaðamanns­ins Steven Sotloff, breska leigu­bíl­stjór­ans Alan Henn­ing og banda­ríska hjálp­ar­starfs­mann­inn Abd­ul-Rahm­an Kassig, sem einnig er þekkt­ur und­ir nafn­inu Peter.

Ekkja Haines seg­ir í viðtali við BBC: „Ég vona að hann ná­ist á lífi.“

Hún seg­ir að það sé það sem fjöl­skyld­ur þeirra sem hann myrti vilji. Því ef hann verður drep­inn í bar­daga þá deyi hann með sæmd og það sé það síðasta sem hún geti hugsað sér fyr­ir mann eins og hann. „Ég tel að hann eigi að hljóta mak­leg mála­gjöld en ekki á þann hátt.“

Leið best við að hjálpa öðrum

Blaðamann bíða fyrir utan heimili Mohammed Emwazi í London í …
Blaðamann bíða fyr­ir utan heim­ili Mohammed Emwazi í London í þeirri von að kom­ast að ein­hverju um böðul­inn. AFP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert