Danir stefna hraðbyri á heimsmeistaratitilinn í sælgætisáti, samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar. Þeir eru komnir yfir Svía og sitja í öðru sæti yfir þær þjóðir sem mest borða af sætindum. Meðal-Dani innbyrðir samkvæmt þessu 8,18 kg af sælgæti á ári.
Þetta kemur fram í dönskum miðlum í kvöld. Þar segir einnig að sælgætisát Dana hafi aukist jafnt og þétt í gegnum árin og haldi sú aukning áfram verði komist Danir yfir heimsmeistara Finna árið 2018.
Engin einhlít skýring er á því hvers vegna Norðurlandaþjóðirnar borða meira sælgæti en aðrar þjóðir. Einhverjir vilja rekja það til hinna dimmu vetrarmánaða þegar margir gera vel við sig fyrir framan sjónvarpið á köldum og dimmum vetrarkvöldum.