Danir úða í sig sætindum

Sælgætisbar.
Sælgætisbar. mbl.is/Sigurgeir

Dan­ir stefna hraðbyri á heims­meist­ara­titil­inn í sæl­gæt­isáti, sam­kvæmt niður­stöðum nýrr­ar rann­sókn­ar. Þeir eru komn­ir yfir Svía og sitja í öðru sæti yfir þær þjóðir sem mest borða af sæt­ind­um. Meðal-Dani inn­byrðir sam­kvæmt þessu 8,18 kg af sæl­gæti á ári.

Þetta kem­ur fram í dönsk­um miðlum í kvöld. Þar seg­ir einnig að sæl­gæt­isát Dana hafi auk­ist jafnt og þétt í gegn­um árin og haldi sú aukn­ing áfram verði kom­ist Dan­ir yfir heims­meist­ara Finna árið 2018.

Eng­in ein­hlít skýr­ing er á því hvers vegna Norður­landaþjóðirn­ar borða meira sæl­gæti en aðrar þjóðir. Ein­hverj­ir vilja rekja það til hinna dimmu vetr­ar­mánaða þegar marg­ir gera vel við sig fyr­ir fram­an sjón­varpið á köld­um og dimm­um vetr­ar­kvöld­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert