Ekki látinn eftir allt

Martin Bouygues er 62 ára og sprelllifandi, ástvinum hans til …
Martin Bouygues er 62 ára og sprelllifandi, ástvinum hans til mikillar gleði. AFP

Frétta­stofa AFP hef­ur beðist af­sök­un­ar á því að hafa sagt franska millj­arðamær­ing­inn Mart­in Bouygu­es, lát­inn en þær fregn­ir munu hafa verið stór­lega ýkt­ar.

„Við tök­um þessu máli mjög al­var­lega og höf­um sett af stað rann­sókn meðal starfs­fólks á rit­stjórn­inni til að skilja hvernig slík mis­tök gætu hafa átt sér stað,“ seg­ir frétta­stjóri AFP, Michele Ler­idon. „Við biðjum Mart­in Bouygu­es, ást­vini hans, sam­starfs­menn og alla not­end­ur okk­ar inni­legr­ar af­sök­unn­ar,“ bætti Bouygu­es við.

Mis­skiln­ing­ur mun hafa átt sér stað milli bæj­ar­stjóra í frönsku þorpi og blaðamanns AFP sem hafði fengið ábend­ingu um hið meinta dauðsfall.

Bouygu­es er mik­ils­met­inn iðnjöf­ur, stjórn­ar­formaður franska bygg­ing­arris­ans Bouygu­es, auk þess að eiga fjöl­miðla- og farsíma­fyr­ir­tæki.

Upp­fært 1. mars kl. 08:34:

Í þess­ari frétt stóð upp­runa­lega að Mart­in Bouygu­es væri lát­inn og var sú fregn höfð eft­ir AFP. Frétt­in hef­ur nú verið upp­færð vegna of­an­greindra aðstæðna.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert