Morðið náðist á myndband

Lík Nemtsov var vafið svörtu plasti áður en það var …
Lík Nemtsov var vafið svörtu plasti áður en það var fjarlægt af brúnni. EPA

Myndskeið sem rússnesk yfirvöld hafa gefið út virðist sýna skotárásina á stjórnarandstæðinginn Boris Nemtsov á Moskvor­et­sky brúnni. Myndskeiðið er sagt hafa náðst á öryggismyndavél.

Ef fylgst er vel með má sjá hvernig par, sem sagt er vera Nemtsov og kærasta hans Anna Duritskaya, gengur á brúnni. Það sem sagt er vera snjóplógur keyrir framhjá parinu og skyggir á það og á meðan virðist morðið eiga sér stað. Strax eftir á sést hinn meinti morðingi flýja inn í bíl sem keyrir síðan á brott.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert