„Hann gerði það“

Fjölmiðlamenn fjölmenntu þegar réttarhöld yfir Dzhokhar Tsarnaev hófust í dag.
Fjölmiðlamenn fjölmenntu þegar réttarhöld yfir Dzhokhar Tsarnaev hófust í dag. AFP

Verj­andi Dzhok­h­ar Ts­arna­ev, ann­ars bræðranna tveggja sem stóðu að sprengju­árás­inni í Bost­on maraþon­inu, hef­ur viður­kennt sekt skjól­stæðings síns. Rétt­ar­höld yfir Ts­arna­ev hóf­ust í dag, en hann á yfir höfði sér dauðarefs­ingu verði hann fund­inn sek­ur.

Áður en verj­end­ur Ts­arna­ev tóku til máls í dag, sagði sak­sókn­ar­inn í mál­inu að Ts­arna­ev hefði haft „morð í hjarta sínu“ þegar hann kom sprengj­unni fyr­ir. Árið 2013 lýsti Ts­arna­ev sig sak­laus­an af öll­um ákæru­liðum, en þeir eru alls 30 tals­ins.

Fjöl­mörg fórn­ar­lömb árás­ar­inn­ar voru viðstödd rétt­ar­höld­in í dag. Þrír létu lífið þegar tvær sprengj­ur sprungu á meðan maraþonin stóð yfir í apríl 2013. Fleiri en 260 slösuðust og marg­ir misstu út­limi.

Það kom viðstödd­um nokkuð á óvart þegar verj­andi Ts­arna­ev gekkst við því að hann hefði sann­ar­lega staðið að árás­inni. Sak­sókn­ar­inn hóf hins veg­ar leik­inn og lýsti því hvernig and­rúms­loftið hefði verið mettað brenni­steinslykt og öskr­um fólks þenn­an ör­laga­ríka dag.

Hann lýsti því einnig hvernig móðir hins 8 ára Mart­in Rich­ard hefði horft bjarg­ar­laus á þegar sprengj­an tætti lík­ama son­ar henn­ar. Mart­in lést í árás­inni en for­eldr­ar hans voru í dómsaln­um í dag.

„Hann gerði það,“ sagði verj­and­inn Judy Cl­ar­ke þegar sak­sókn­ar­inn hafði lokið máli sínu. Hún sagði að verj­endat­eymi Ts­arna­ev myndi ekki reyna að sneiða hjá sekt skjól­stæðings síns, en sagði að þau myndu leit­ast við að sýna fram á að eldri bróðir hans, Tamerl­an, hefði skipu­lagt árás­ina og þvingað yngri bróður sinn til þátt­töku.

Ítar­lega um­fjöll­un um málið má finna hjá BBC.

Dzhokhar Tsarnaev
Dzhok­h­ar Ts­arna­ev AFP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert