Er þessi mynd of dónaleg fyrir Facebook?

Verk Gustave Courbet, L'Origine du monde
Verk Gustave Courbet, L'Origine du monde AFP

Svo getur verið að sett verði nýtt dómafordæmi í dag þegar dómstóll í París úrskurðar um hvort hægt er að draga bandaríska stórfyrirtækið Facebook fyrir dóm í Frakklandi. Málið snýst um mynd af þekktu málverki af kvenmannssköpum. 

Það er Frakki sem fór með málið fyrir dóm eftir að Facebook fjarlægði mynd á Facebooksíðu hans af málverki Gustave Courbet, L'Origine du Monde, frá árinu 1866 sem er til sýnis á einu helsta listasafni Parísarborgar Musée D'Orsay. Myndin sýnir nakta konu þar sem sjónum er einkum beint að sköpum hennar.  

 Maðurinn fékk tilkynningu frá Facebook um að myndin væri of gróf fyrir Facebook og fjarlægð. Aðgangi hans á Facebook var síðan lokað í kjölfarið.

Í frétt The Local, sem byggir á frétt

að mestu, kemur fram að maðurinn telji að brotið sé á tjáningarfrelsi hans en lögmaður hans segir að það séu sjálfsögð réttindi þeirra 28 milljón Frakka sem eru á Facebook að fara með málefni tengd samskiptavefnum fyrir dóm í heimalandi sínu.

Það er hæstiréttur í París sem mun kveða upp dóm þar að lútandi í dag og er niðurstöðunnar beðið með eftirvæntingu - er hægt að draga bandarískt fyrirtæki fyrir rétt í Frakklandi þar sem frönsk lög gilda?

Lögmaðurinn, Stéphane Cottineau, fer fram á það að skjólstæðingur hennar fái aðgang sinn á Facebook endurnýjaðan og að hann fái greiddar 22 þúsund evrur í bætur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert