Er þessi mynd of dónaleg fyrir Facebook?

Verk Gustave Courbet, L'Origine du monde
Verk Gustave Courbet, L'Origine du monde AFP

Svo get­ur verið að sett verði nýtt dóma­for­dæmi í dag þegar dóm­stóll í Par­ís úr­sk­urðar um hvort hægt er að draga banda­ríska stór­fyr­ir­tækið Face­book fyr­ir dóm í Frakklandi. Málið snýst um mynd af þekktu mál­verki af kven­manns­sköp­um. 

Það er Frakki sem fór með málið fyr­ir dóm eft­ir að Face­book fjar­lægði mynd á Face­booksíðu hans af mál­verki Gusta­ve Cour­bet, L'Orig­ine du Monde, frá ár­inu 1866 sem er til sýn­is á einu helsta lista­safni Par­ís­ar­borg­ar Musée D'Or­say. Mynd­in sýn­ir nakta konu þar sem sjón­um er einkum beint að sköp­um henn­ar.  

 Maður­inn fékk til­kynn­ingu frá Face­book um að mynd­in væri of gróf fyr­ir Face­book og fjar­lægð. Aðgangi hans á Face­book var síðan lokað í kjöl­farið.

Í frétt The Local, sem bygg­ir á frétt

að mestu, kem­ur fram að maður­inn telji að brotið sé á tján­ing­ar­frelsi hans en lögmaður hans seg­ir að það séu sjálf­sögð rétt­indi þeirra 28 millj­ón Frakka sem eru á Face­book að fara með mál­efni tengd sam­skipta­vefn­um fyr­ir dóm í heimalandi sínu.

Það er hæstirétt­ur í Par­ís sem mun kveða upp dóm þar að lút­andi í dag og er niður­stöðunn­ar beðið með eft­ir­vænt­ingu - er hægt að draga banda­rískt fyr­ir­tæki fyr­ir rétt í Frakklandi þar sem frönsk lög gilda?

Lögmaður­inn, Stép­hane Cott­ineau, fer fram á það að skjól­stæðing­ur henn­ar fái aðgang sinn á Face­book end­ur­nýjaðan og að hann fái greidd­ar 22 þúsund evr­ur í bæt­ur.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert