Vill sameiginlegan her innan ESB

Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB.
Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB. AFP

Jean-Clau­de Juncker, for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar Evr­ópu­sam­bands­ins, vill stofna sam­eig­in­leg­an her inn­an sam­bands­ins. Þörf­in á því hafi auk­ist und­an­farið vegna spenn­unn­ar í Úkraínu.

Hann tel­ur einnig að nýr, sam­eig­in­leg­ur her gæti auðveldað ríkj­um Evr­ópu­sam­bands­ins að vinna sam­an á sviði ut­an­rík­is­mála og móta sam­eig­in­leg stefnu­mál. Að auki sé nauðsyn­legt að verja landa­mæri Evr­ópu­ríkja.

Hug­mynd Junckers hef­ur vakið tals­verða at­hygli og já­kvæð viðbrögð víða, þá aðallega í Þýskalandi. Ursula von der Leyen, varn­ar­málaráðherra Þýska­lands, seg­ir að mark­miðið sé að stofna eins kon­ar banda­ríki Evr­ópu sem haldi þá úti sam­eig­in­leg­um her. Það muni hins veg­ar ekki ger­ast í bráð.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert