Vill sameiginlegan her innan ESB

Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB.
Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB. AFP

Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, vill stofna sameiginlegan her innan sambandsins. Þörfin á því hafi aukist undanfarið vegna spennunnar í Úkraínu.

Hann telur einnig að nýr, sameiginlegur her gæti auðveldað ríkjum Evrópusambandsins að vinna saman á sviði utanríkismála og móta sameiginleg stefnumál. Að auki sé nauðsynlegt að verja landamæri Evrópuríkja.

Hugmynd Junckers hefur vakið talsverða athygli og jákvæð viðbrögð víða, þá aðallega í Þýskalandi. Ursula von der Leyen, varnarmálaráðherra Þýskalands, segir að markmiðið sé að stofna eins konar bandaríki Evrópu sem haldi þá úti sameiginlegum her. Það muni hins vegar ekki gerast í bráð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert