Fengu að hitta hina dauðadæmdu

Sukumaran og Andrew Chan á leið til fangaeyjunnar.
Sukumaran og Andrew Chan á leið til fangaeyjunnar. AFP

Ættingjar tveggja Ástrala sem taka á af lífi fyrir fíkniefnasmygl fengu að hitta tvímenningana í fyrsta skipti í dag frá því þeir voru fluttir á eyjuna þar sem aftakan fer fram.

Myuran Sukumaran og Andrew Chan, höfuðpaurar fíkniefnahringsins Bali Nine, voru dæmdir til dauða árið 2006 fyrir að hafa reynt að smygla heróíni úr landi á Balí. Þeim var nýverið synjað um mildun refsingar af forseta Indónesíu og verða teknir af lífi fljótlega ásamt fleiri útlendingum sem dæmdir hafa verið til dauða í Indónesíu fyrir fíkniefnaviðskipti. Þeir bíða aftökunnar á Nusakambangan-fangaeyjunni skammt frá Jövu en þar verða þeir leiddir fyrir aftökusveit. 

Stjórnvöld í Ástralíu hafa ítrekað reynt að fá forseta Indónesíu, Joko Widodo, til þess að breyta um stefnu varðandi dauðadóma yfir tvímenningunum án árangurs.

Forsætisráðherra Ástralíu, Tony Abbott, sagði í dag að áströlsk yfirvöld virtu að sjálfsögðu sjálfstæði Indónesíu og eins réttarkerfi landsins en áströlsk yfirvöld teldu að indónesísk yfirvöld ættu að hugsa fram í tímann og hafa langtímasjónarmið í huga.

Sennilega þeirra hinsti fundur

AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert