Bandaríska dagblaðið New York Times hefur verið sakað um að hafa klippt George W. Bush, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, út af ljósmynd sem birtist á forsíðu blaðsins í dag af minningargöngunni í Selma í Alabama-ríki í Bandaríkjunum þar sem minnst var áfangasigurs í réttindabaráttu þeldökkra Bandaríkjanna fyrir hálfri öld.
Fram kemur á fréttavef breska dagblaðsins Daily Telegraph að Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hafi verið á meðal fremstu manna í göngunni ásamt Mischelle eiginkonu sinni og það sama hafi átt við um Bush og eiginkonu hans Lauru. Hins vegar hafi ljósmynd New York Times af göngunni ekki sýnt Bush heldur aðeins Obama.
Meðfylgjandi mynd sýnir bæði Obama og Bush ásamt eiginkonum sínum í göngunni. Í frétt Daily Telegraph má hins vegar sjá forsíðumynd New York Times þar sem aðeins Obama sést.