Dómsmálaráðherra Hollands segir af sér

Ivo Opstelten
Ivo Opstelten AFP

Dóms­málaráðherra Hol­lands,  Ivo Op­stelten, sagði af sér í gær­kvöldi í tengsl­um við hneykslis­mál tengdu þekkt­um eit­ur­lyfja­barón.

Op­stelten til­kynnti um af­sögn sína í gær­kvöldi í Haag en hann seg­ist taka fulla ábyrgð á mál­inu. Í gær til­kynnti dóms­málaráðuneytið um að sönn­un­ar­gögn hafi komið fram sem sýni að eit­ur­lyfja­sal­inn Cees H hafi fengið greidd­ar 4,7 millj­ón­ir gyll­ina (2,4 millj­ón­ir evra). Um var að ræða samn­ing sem Fred Teeven, ráðuneyt­is­stjóri en þáver­andi rík­is­sak­sókn­ari, gerði við Cees H um að hann fengi end­ur­greitt fé sem hafði verið hald­lagt vegna rann­sókn­ar. Pen­ing­arn­ir voru lagðir inn á banka­reikn­inga Cees H í Lúx­em­borg án þess að skatta­yf­ir­völd væru upp­lýst um málið. Teeven sagði einnig af sér í gær­kvöldi.

Á síðasta ári hélt Op­stelten því fram á þingi að eng­in gögn væru til um sem sýndu fram á sam­komu­lagið við fíkni­efna­sal­ann. Var hann spurður út í samn­ing­inn á þingi í kjöl­far fjöl­miðlaum­fjöll­un­ar um málið. Í gær sagði hann að ekki hafi tek­ist að hafa upp á banka­kvitt­un­um eða öðru slíku en að hann hafi fengið það staðfest ra­f­rænt að milli­færsl­an hafi átt sér stað.

Að sögn Op­stelten eru upp­lýs­ing­arn­ar ekki nýj­ar af nál­inni og að hann hefði átt að fá þær fyrr í hend­urn­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert