Frakkar enn sárir vegna Waterloo

Líkt var nýlega eftir landtöku Napoleons 1815 í Suður-Frakklandi og …
Líkt var nýlega eftir landtöku Napoleons 1815 í Suður-Frakklandi og endurkomu til valda eftir útlægð á eynni Elbu. mbl.is/afp

Orrustan við Waterloo árið 1815 er einhver sú sárasta í hernaðarsögu Frakklands.Þar biðu sveitir Napoleons Bonaparte ósigur fyrir sameiginlegum herafla Breta og Prússa.

Enn er ekki gróið um heilt vegna úrslita átakanna, sem áttu sér stað í aðeins 13 kílómetra fjaralægð frá Brussel. Særindi Frakka lifa góðu lífi.

Alla vega ef marka má það, að Frakkar hafa undanfarið beitt diplómatísku afli sínu til að fá Belgíumenn ofan af því að slá sérstaka tveggja evru mynt til að minnast orrustunnar við Waterloo. 

Gallískt stolt hefur verið endurreist, 200 árum síðar, því Frökkum hefur eftir átök að tjaldabaki  tekist að snúa það mikið upp á hendur Belga að þeir hafa gefið eftir og hætt við myntsláttuna.

„Grannar okkar hafa nú ekki mikið álit á okkur og þessi þræta breytir þar engu um,“ sagði franskur túristi með glott á vör þar sem hann skoðaði sig um í Waterloo. Öðrum gesti á vígstöðvunum gömlu þótti Frakkar full hörundsárir og vísaði til þess að gefin hefði verið út sérstök mynt vegna fyrra heimsstríðsins. Þjóðverjar hefðu verið sigraðir þá en samt ekki kippt sér upp við myntsláttuna.

Svekktir myntsafnarar geta tekið gleði sína á ný því konunglega breska myntsláttan hefur gefið út fimm evru pening til að minnast stríðslokanna í Waterloo fyrir 200 árum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert