Vinsældir Pútíns aukast

Vladimír Pútín, forseti Rússlands.
Vladimír Pútín, forseti Rússlands. EPA

Vinsældir Vladimírs Pútíns, forseta Rússlands, fara vaxandi en áttatíu og sex prósent Rússa segjast vera ánægð með störf hans sem forseta. Fylgið er sautján prósentustigum hærra nú en í febrúar í fyrra og hefur ekki mælst jafnhátt í fimmtán ár.

Aðeins sjö prósent Rússa segjast vera óánægð með forsetann, að því er fram kemur í niðurstöðum könnunar VTSIOM frá því fyrr í mánuðinum.

Orðrómur hefur verið á kreiki undanfarna daga þess efnis að Pútín væri veikur þar sem hann hafði, þar til í dag, ekki sést í eina tíu daga á skjánum. Rússneskir sjónvarpsáhorfendur hafa jafnan séð forseta sinn hvern einasta dag í fréttunum.

Rúss­neska rík­is­sjón­varpið sýndi hins vegar í dag mynd­skeið sem kynnt var sem mynd­ir af Pútín að störf­um í embætt­is­bú­stað sín­um við Moskvu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka