Skýrsla Nemtsov birt í apríl

Boris Nemtsov.
Boris Nemtsov. AFP

Skýrsla Bor­is Nemt­sov, sem var myrt­ur á götu í Moskvu fyr­ir tveim­ur vik­um, um átök­in í Úkraínu verður birt í apr­íl­mánuði næst­kom­andi. Skýrsl­an á að sýna fram á fulla þátt­töku rúss­neskra stjórn­valda í átök­un­um sem hafa geisað und­an­farið ár í aust­ur­hluta Úkraínu.

Ilya Yashin, sem er for­víg­ismaður í stjórn­ar­and­stöðuhreyf­ingu Nemt­sov, hyggst ljúka við skýrsl­una. Hann seg­ir að flest gögn­in sem hann þarf á að halda séu enn til staðar, þrátt fyr­ir að lög­regla hafi leitað í bæði íbúð og skrif­stof­um Nemt­sovs.

Nemt­sov var einn skel­egg­asti gagn­rýn­andi Vla­dimírs Pútíns, for­seta Rúss­lands. Hann hafði um nokk­urt skeið verið að vinna skýrslu um átök­in í Úkraínu sem á að sýna fram á að rúss­nesk­ir her­menn hafi bar­ist með aðskilnaðar­sinn­um gegn úkraínsk­um her­mönn­um. Stjórn­völd í Moskvu hafa vísað ásök­un­um á bug.

Fram kom í vik­unni að einn þeirra sem er í haldi rúss­nesku lög­regl­unn­ar, sakaður um aðild að morðinu, hafi verið pyntaður til þess að játa á sig morðið.

Dótt­ir Nemt­sov hef­ur jafn­framt sagt að Pútín beri ábyrgð á morðinu á föður henn­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert