Vill banna „hönnuð“ sköp

Skýringarmynd frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni um limlestingar á kynfærum kvenna.
Skýringarmynd frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni um limlestingar á kynfærum kvenna. Ljósmynd/WHO

Hóp­ur breskra þing­manna vill að til­tekn­ar lýtaaðgerðir sem sagðar eru búa til „hönnuð sköp“ verði bannaðar á grund­velli laga sem leggja bann við lim­lest­ing­um á kyn­fær­um kvenna. Aðgerðirn­ar eigi sér enga lækn­is­fræðilega ástæðu. Hóp­ur­inn tel­ur lög­in ekki nógu skýr hvað varðar aðgerðir af þessu tagi.

Inn­an­rík­is­nefnd breska þings­ins seg­ir að lög sem banna lim­lest­ing­ar á kyn­fær­um kvenna sem samþykkt voru árið 2003 séu ekki nógu skor­in­orð. Þau þurfi að ná yfir aðgerðir sem lýta­lækn­ar á Bretlandi hafi gert á sköp­um kvenna.

„Við get­um ekki sagt sam­fé­lög­um í Síerra Leóne og Sómal­ía að hætta til­tek­inni iðju sem er svo leyfi­leg niðri á Harley-stræti [gata í London sem þekkt er fyr­ir fjölda lækna- og skurðstofa],“ seg­ir Keith Vaz, formaður nefnd­ar­inn­ar.

Rík­is­stjórn­in hef­ur sagt að aðgerðir lýta­lækna séu ekki und­anþegn­ar lög­un­um og hún hafi ekki í hyggju að breyta þeim. í skýrslu þing­nefnd­ar­inn­ar kem­ur hins veg­ar fram að lög­regl­an, ljós­mæður og mann­rétt­inda­frömuðir vilji að lög­in verði skýrð hvað þetta varðar.

Frétt The Guar­di­an af áhyggj­um af lim­lest­ing­um á kyn­fær­um kvenna á Bretlandi

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert