Má bjóða þér hús á eina krónu?

Má bjóða þér hús til sölu á eina norska krónu? Þannig hljómar fasteignaauglýsing á vefnum Finn.no. Ein norsk króna svarar til 17 íslenskra króna. Sá böggull fylgir skammrifi að það mun sennilega kosta aðeins meira að gera húsið upp en það er á eyjunni Buøya. 

Eyjan er í eyði en enginn hefur búið þar síðan á áttunda áratugnum og virkilega kominn tími á að hefja endurbætur.

Eigandinn, Kent Karlsen, vonast til þess að það finnist einhver áhugasamur og handlaginn sem getur gert það sem þar. Hann treysti sér að minnsta kosti ekki til þess. En ef rétta manneskjan finnst þá geti þetta verið tækifæri lífs hennar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert