Tíminn að renna út fyrir aðgerðir

Martin Schulz yfirgefur blaðamannafundinn í Peking í morgun.
Martin Schulz yfirgefur blaðamannafundinn í Peking í morgun. mbl.is/afp

Tím­inn er að hlaupa frá heims­byggðinni til að ná sam­komu­lagi um aðgerðir vegna lofts­lags­breyt­inga, sagði for­seti þings Evr­ópu­sam­bands­ins (ESB), Mart­in Schulz, í Pek­ing í morg­un, en þar er hann á ferðalagi.

„Við verðum að átta okk­ur á því að klukk­an er fimm mín­út­ur til miðnætt­is og að mark­miðin sem við höf­um skil­greint eru ekki evr­ópsk, am­er­ísk eða kín­versk,“ bætti Schulz við, en fyrri hluta des­em­ber verður þess freistað að ná loka­sam­komu­lagi um aðgerðir gegn hlýn­un and­rúms­lofts­ins á nýrri lofts­lags­ráðstefnu í Par­ís.

„Ráðamenn verða að átta sig á því að bar­átt­an gegn lofts­lags­breyt­ing­um snýst um hvort mann­kynið lif­ir af. Mis­heppn­ist okk­ur í dag munu kyn­slóðir framtíðar­inn­ar gjalda fyr­ir það dýru  verði. Við erum ábyrg fyr­ir framtíð mann­kyns­ins,“ sagði Schulz. 

Hann fundaði í gær með Xi Jin­ping  Kína­for­seta í gær og sagðist eft­ir það hafa í fyrsta sinn á til­finn­ing­unni að Kín­verj­ar skilji að al­vara máls­ins „hafi stór­auk­ist“.

„Við erum al­gjör­lega sam­mála um að lofts­lags­ráðstefn­an í Par­ís ráði úr­slit­um ekki bara fyr­ir Kína held­ur og ESB. Yf­ir­völd í Kína og Evr­ópu­sam­band­inu eru ákveðin í því að ná fram víðtæku, bind­andi sam­komu­lagi um aðgerðir vegna lofts­lags­breyt­inga í Par­ís,“ sagði Schulz á blaðamanna­fund­in­um.

Ráðherra­fund­ur lofts­lags­ráðstefn­unn­ar í Lima í Perú í des­em­ber í fyrra varð sam­mála um 37 síðna drög að sam­komu­lagi um aðgerðir í lofts­lags­mál­um. Ná­ist loka­sam­komu­lag í Par­ís verður það að koma til fram­kvæmda í síðasta lagi árið 2020 eigi að ná því marki að binda hlýn­un and­rúms­lofts­ins við að hún verði ekki meiri en tveim­ur gráðum á Celsius yfir meðal­hita and­rúms­lofts­ins fyr­ir iðnbylt­ing­una.

Vís­inda­menn hafa varað við því að nú­ver­andi los­un gróður­húsalofts sé á góðri leið með að valda tvö­faldri þeirri hlýn­un sem átt hef­ur sér stað frá iðnbylt­ing­unni. Slík hlýn­un sé ávís­un á ham­faraþurrka, stormviðri, flóð og hækk­un sjáv­ar­máls.

Í byrj­un mars­mánaðar náði ESB sam­an um mark­mið til að stemma stigu við hlýn­un. Þar á meðal að fram til árs­ins 2030 minnki los­un gróður­húsalofts um 40% frá því sem los­un­in var árið 1990. 

Banda­rík­in, sem vera ábyrgð á 12% allr­ar los­un­ar gróður­húsalofts, hafa sett sér sem mark­mið að minnka los­un­ina um 26-28% fram til árs­ins 2025, miðað við los­un­ina 2005. 

Fjórðung­ur allr­ar los­un­ar gróður­húsalofts á sér aft­ur á móti stað í Kína, öðru stærsta hag­kerfi heims. Eina mark­miðið sem kín­versk stjórn­völd hafa sett sér til þessa er að los­un­in nái há­marki árið 2030. Hafa Kín­verj­ar ekki skuld­bunið sig eða lýst reiðubúna til að minnka los­un­ina.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert