Óeirðir í Frankfurt

Margir hafa slasast og um 350 manns hafa verið handteknir vegna mótmæla við nýjar höfuðstöðvar Evrópska seðlabankans í Frankfurt í morgun. Mótmælin brutust út í morgun nokkrum klukkustundum áður en bankinn opnaði.

Fólkið kom saman til að mótmæla hlutverki bankans í sparnaraðgerðum í ríkjum Evrópusambandsins.

Mörg þúsund manns höfðu boðað komu sína á mótmælin. Mótmælendur hafa kvikt í rusli, bílum og dekkjum og hefur lögregla beitt táragasi. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert