Minnsta hunangsframleiðsla í tvo áratugi

Gómsætið drýpur.
Gómsætið drýpur.

Hunangsframleiðsla hefur dregist saman og ekki verið minni í tvo áratugi. Þar af hefur hún helmingast á síðustu þremur árum vegna hruns í býflugnastofninum. Skordýraeitri og sníkjudýrum er kennt um.

Árið 2014 nam hunangsframleiðslan í Frakklandi 10.000 tonnum en innanlandsneyslan hljóðar upp á 40.000 tonn og því hefur orðið að grípa til umfangsmikils innflutnings á afurðinni.

Þetta er mikil breyting því árið 1995 gáfu hunangsbúin af sér 32.000 tonn og árið 2011 20.000 tonn.

Til að koma til móts við hunangsbændur hefur franska þingið samþykkt bann við notkun vissra tegunda skordýraeiturs frá og með ársbyrjun 2016. Er það eitur sem rannsóknir sína að hafi lagst á og skaðað taugakerfi hunangsflugunnar og dregið með því úr afköstum þeirra.

Bannið var samþykkt gegn andmælum frönsku stjórnarinnar og telst sigur fyrir samtök hunangsbænda, UNAF, sem barist hafði fyrir því svo bjarga mætti búskapargrein þessari.

Árið í fyrra var einkar erfitt býflugnastofninum en hrun hans reyndist milli 50% og 80% á svæðum sem Provence-Alpes Côte d'Azur, Rhône-Alpes, Midi-Pyrénées og Languedoc-Roussillon.

Þrátt fyrir samdrátt í magni hefur býflugnabúum fjölgað aftur og eru þau nú um 1,3 milljónir og hunangsbændur telja 70.000. Eina svæðið sem ekki hefur orðið fyrir skakkaföllum eru Vestur-Frakkland og Bretaníuskaginn. Og þrátt fyrir minnkandi framleiðslu minnkar eftirspurnin innanlands ekki. Að meðaltali neytir hver Frakki 600 gramma af hunandi á ári og aðeins einn af hverjum fjórum lætur það aldrei sér til munns.

Hunangsfluga að störfum.
Hunangsfluga að störfum. mbl.is/Ómar Óskarsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert