Barðir niður með rasismakylfunni

Víða um heim var alþjóðlegur dagur gegn rasisma og fasisma …
Víða um heim var alþjóðlegur dagur gegn rasisma og fasisma haldinn hátíðlegur í dag. AFP

Þeim sem hafa gagn­rýnt notk­un á hug­tök­um eins og ras­isti og fas­isti í inn­flytj­endaum­ræðum hef­ur bæst óvænt­ur liðsauki úr röðum þekktra vinstrimanna. Og Bret­inn Trevor Phillips er ekki bara vinst­ris­inni, hann er líka blökkumaður. Í dag er alþjóðleg­ur dag­ur gegn ras­isma og fas­isma hald­inn hátíðleg­ur.

Sum­ir hægri­menn í Bretlandi segja að ein helsta skýr­ing­in á vexti UKIP-flokks­ins sé ekki endi­lega andúð flokks­ins á Evr­ópu­sam­band­inu. Ástæðan sé ekki síður að fjöl­mörgu hvítu fólki finn­ist sem allt of mikið sé hlaðið und­ir minni­hluta­hópa og þjóðar­brot. Það finni sér ekki far­veg hjá gömlu flokk­un­um sem hundsi það og viðhorf þess. Kalli það bara ras­ista.

Aðrir megi tala um að það sé „í eðli hvítra að deila og drottna til að halda þannig völd­um“ en þetta sagði Dia­ne Ab­bott, þingmaður Verka­manna­flokks­ins og blökku­kona, þegar hún ræddi um deil­ur vegna morðs á ung­um blökku­manni, Steven Lawrence. Ef eitt­hvað álíka nei­kvætt væri sagt um svarta íbúa eða Asíu­menn yrði hneyksl­un­in gríðarleg.

„Þorri Breta er ekki ras­ist­ar en þeir hafa áhyggj­ur af inn­flytj­enda­stefn­unni og glæp­um sem framd­ir eru af ákveðnum hlut­um sam­fé­lags­ins,“ seg­ir Phil­ip Hollo­bo­ne, þingmaður Íhalds­flokks­ins.

Guðinn sem brást

Trevor Phillips er blökkumaður og var lengi mik­il von­ar­stjarna í Verka­manna­flokkn­um, hann seg­ir einnig að UKIP sé merki um al­var­lega mein­semd í umræðunum, skort á heiðarleika. Til­lits­sem­in við út­lend­inga og aðra hópa en hvíta hafi gengið út í öfg­ar. Snúa verði tafl­inu við, all­ir verði að sætta sig við að fólk tjái sig op­in­skátt um kynþátta­mál þótt það geti stund­um verið meiðandi fyr­ir ein­hverja hópa og þjóðar­brot. All­ir verði að koma sér upp skráp.

Þeir sem enn styðji fjöl­menn­ing­ar­hug­mynd­ina, þá lausn að inn­flytj­end­ur fái bara að setj­ast að og halda fast í eig­in menn­ingu, trú og tungu, verði að viður­kenna að hún hafi brugðist.

„Hvít­ir eru nýju blökku­menn­irn­ir,“ seg­ir Phillips. „Það er öf­ug­snúið og var ekki ætl­un­in með til­raun­um okk­ar til að auka virðingu fyr­ir fjöl­breytni að stjórn­mála­menn og fjöl­miðlamenn skuli vera orðnir dauðhrædd­ir við að fjalla um mis­mun vegna kynþátt­ar og trú­ar­bragða.“ Phillips stýrði í nær ára­tug op­in­ber­um stofn­un­um sem tryggja áttu jafn­rétti kynþátt­anna en hef­ur frá 2009 verið væg­ast sagt um­deild­ur í eig­in röðum.

Sjálf­ur seg­ist Phillips hafa upp­lifað mis­rétti eins og aðrir bresk­ir blökku­menn. Hann sé stolt­ur af því að hafa bar­ist gegn kynþáttam­is­rétti og oft náð ár­angri. En hann ótt­ist að skoðanir sem hafi á sín­um tíma verið eðli­leg­ar hafi leitt áköf­ustu stuðnings­menn þeirra af­vega. Og þaggað niður í öðrum. Allt of mörg tabú ráði ferðinni, hræðslan við ras­ist­astimp­il­inn haldi aft­ur af fólki. Alls staðar séu hætt­ur, ekki megi segja að of marg­ir Rúm­en­ar stundi vasaþjófnað, ekki segja að allt of marg­ir Kín­verj­ar stundi smygl á fólki, að glæpatíðni sé há meðal ungra, breskra blökku­manna. Ekki segja að þótt marg­ir bresk­ir gyðing­ar séu fá­tæk­ir séu gyðing­arn­ir að meðaltali helm­ingi rík­ari en aðrir Bret­ar.

Ekki hafi mátt nefna að nær all­ir þátt­tak­end­ur í sví­v­irðilegri meðferð á ung­um, hvít­um tán­ings­stelp­um í Rot­her­ham og víðar hafa verið ung­ir mús­lím­ar af pakistönsk­um upp­runa. Stúlk­urn­ar voru lokkaðar upp í bíla og þeim nauðgað. Lög­regl­an sinnti ekki fjöl­mörg­um til­raun­um aðstand­enda til að gera eitt­hvað í mál­inu – af ótta við ras­ist­astimp­il.

„Lang­ur skuggi þræla­halds­ins og Helfar­ar­inn­ar ger­ir okk­ur með réttu smeyk við hugsanalet­ina sem olli því að heil­ar þjóðir voru rekn­ar út úr mann­kyn­inu, þær gerðar ómann­eskju­leg­ar,“ seg­ir Phillips. „En á sag­an að koma í veg fyr­ir að við skilj­um hvað grein­ir okk­ur að – jafn­vel þótt slík­ur skiln­ing­ur gæti bætt líf okk­ar allra?“

Bent er á að marg­ir inn­flytj­end­ur lifi ein­angraðir í eig­in hverf­um, menn­ing­ar­leg­um af­kim­um þar sem margs kon­ar þröng­sýni og aft­ur­hald ráði ríkj­um. Vest­ræn gildi eins og jafn­rétti kynj­anna og tján­ing­ar­frelsi séu þar hunsuð.

Í dag er alþjóðlegur dagur gegn rasisma og fasisma haldinn …
Í dag er alþjóðleg­ur dag­ur gegn ras­isma og fas­isma hald­inn hátíðleg­ur. Liðsmenn Gulln­ar dög­un­ar á Grikklandi mót­mæltu inn­flytj­end­um í til­efni dags­ins. AFP
Baráttudagur gegn rasisma og fasisma
Bar­áttu­dag­ur gegn ras­isma og fas­isma AFP
AFP
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert