Pakistönsk yfirvöld slepptu í dag 57 indverskum fiskibátum sem höfðu verið í haldi þar í landi í næstum ár. Var það gert sem vottur um góðan vilja í tilefni heimsóknar sendiherra frá Indlandi til höfuðborgar Pakistan, Islamabad.
Bátarnir, sem voru í haldi landhelgisgæslu Pakistans, voru togaðir til hafmæra landanna þar sem indversk yfirvöld tóku við þeim, að því er segir í tilkynningu frá utanríkisráðuneyti Pakistans.
Fiskimenn eru reglulega teknir höndum ásamt bátum sínum af bæði indverskum og pakistönskum yfirvöldum, þar sem hafmærin í Arabíuflóa þykja illa skilgreind og marga skortir tækni til að fullvissa sig um nákvæma staðsetningu sína.
Tengslin á milli landanna hafa alltaf verið brothætt en viðræður sendiherrans og yfirvalda Pakistans þykja gefa góðar vonir um betra framhald.