Slepptu tugum fiskibáta úr haldi

Viðræðurnar gefa von um betra framhald.
Viðræðurnar gefa von um betra framhald. EPA

Pakistönsk yf­ir­völd slepptu í dag 57 ind­versk­um fiski­bát­um sem höfðu verið í haldi þar í landi í næst­um ár. Var það gert sem vott­ur um góðan vilja í til­efni heim­sókn­ar sendi­herra frá Indlandi til höfuðborg­ar Pak­ist­an, Islama­bad.

Bát­arn­ir, sem voru í haldi land­helg­is­gæslu Pak­ist­ans, voru togaðir til haf­mæra land­anna þar sem ind­versk yf­ir­völd tóku við þeim, að því er seg­ir í til­kynn­ingu frá ut­an­rík­is­ráðuneyti Pak­ist­ans.

Fiski­menn eru reglu­lega tekn­ir hönd­um ásamt bát­um sín­um af bæði ind­versk­um og pakistönsk­um yf­ir­völd­um, þar sem haf­mær­in í Ar­ab­íuflóa þykja illa skil­greind og marga skort­ir tækni til að full­vissa sig um ná­kvæma staðsetn­ingu sína.

Tengsl­in á milli land­anna hafa alltaf verið brot­hætt en viðræður sendi­herr­ans og yf­ir­valda Pak­ist­ans þykja gefa góðar von­ir um betra fram­hald.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert