Kanadískur ísbrjótur vann að því í gær að komast að ferju með 40 farþega innanborðs sem hafði strandað í hafís út af Cape Breton á Nova Scotia. Ferjan hafði þá verið föst í ísnum í þrjá daga.
Fram kemur í frétt AFP að öflugasti ísbrjótur kanadíska sjóhersins, Louis S. St-Laurent, hafi verið sendur á staðinn. Ferjan, MV Blue Puttees, er nú komin til hafnar í hafnarborginni Sydney á Nova Scotia. Hún hafði lagt af stað frá Channel-Port aux Basques á Nýfundnalandi á miðvikudaginn.
Talsmaður útgerðar ferjunnar, Darrell Mercer, segir í samtali við AFP að kanadíska strandgæslan hafi sagt aðstæður á þessum slóðum vegna hafíss þær verstu sem hún hafi tekist á við í 30 ár. Ísinn sé allt að átta metra þykkur á sumum stöðum.