Bent á svipað atvik hjá Lufthansa

150 manns fórust þegar farþegaþota Germanwings, dótturfélags þýska flugfélagsins Lufthansa, …
150 manns fórust þegar farþegaþota Germanwings, dótturfélags þýska flugfélagsins Lufthansa, hrapaði í Ölpunum í Suður-Frakklandi í gær. AFP

Björg­un­ar­starf er hafið á nýj­an leik þar sem þota Ger­manw­ing brot­lenti í gær. Ótt­ast er að það taki nokkra daga en brot úr vél­inni dreifðust yfir stórt og ill­fært svæði. All­ir um borð, 144 farþegar og sex manna áhöfn eru tald­ir af.

Enn er ekki vitað hvað olli slys­inu en flug­sér­fræðing­ar benda á sam­bæri­legu at­viki sem átti sér stað í nóv­em­ber í fyrra er varðar Air­bus A321 vél Luft­hansa sem missti skyndi­lega hæð sem sam­svar­ar 4.000 fet­um.

Sú vél var einnig á leið frá Spáni til Þýska­lands þann 5. nóv­em­ber 2014 eða nán­ar til­tekið frá Bil­bao til München og var vél­in kom­in 15 mín­út­ur áleiðis þegar vél­in tók skyndi­lega dýfu með nefið niður á við í 31.000 fet­um en flug­menn­irn­ir náðu að rétta vél­ina við í 27.000 fet­um, að því er seg­ir á vefn­um Allt um flug.

Frönsk flug­mála­yf­ir­völd litu at­vikið mjög al­var­leg­um aug­um og var vél­in kyrr­sett í þrjá sól­ar­hringa en í ljós kom að tveir áfalls­skynj­ar­ar (AOA sensors) höfðu orðið fyr­ir ís­ingu og frosið sem varð til þess að Alpha Protecti­on kerfi fór sjálf­krafa í gang en flug­mönn­um tókst að ná stjórn á vél­inni í því til­viki.
Luft­hansa viður­kenndi sl. föstu­dag að litlu hefði munað að sú vél hefði hrapað vegna at­viks­ins sam­kvæmt frétt­um airnati­on.net sem vitn­ar í grein þýska dag­blaðsins Der Spieg­el. 

Þar kem­ur fram að flug­tölva vél­ar­inn­ar hafi látið vél­ina skyndi­lega taka mikla dýfu er hún var að klifra upp í farflugs­hæð eft­ir að hafa fengið rang­ar upp­lýs­ing­ar frá skynj­ur­um utan á vél­inni en vél­in lenti giftu­sam­lega í Munchen.

Luft­hansa lét skipta um skynj­ar­ana á öll­um 80 smærri Air­bus-vél­un­um í flota fé­lags­ins í kjöl­far at­viks­ins en skýrsla vegna at­viks­ins var gef­in út í gær - sama dag og Air­bus A320 vél Ger­manw­ings fórst í frönsku Ölp­un­um.

Í kjöl­far at­viks­ins gaf EASA út fyr­ir­mæli í des­em­ber að skipta þyrfti út áfalls­skynj­ur­un­um út fyr­ir aðra teg­und á öll­um Air­bus A320, A321 og A319 vél­um.

Hvers vegna sendi áhöfn­in ekki út neyðarkall?

Sam­kvæmt Guar­di­an er nú verið að rann­saka flug­rita vél­ar­inn­ar með raddupp­tök­um úr flug­stjórn­ar­klefa Air­bus 320 þot­unn­ar sem fórst í gær en flug­vél­in, flug 4U9525 lækkaði flugið hratt skömmu fyr­ir slysið.

Þeir sem vinna að rann­sókn flug­slyss­ins segj­ast undr­ast það hvers vegna áhöfn­in sendi ekki út neyðarkall þegar flug­vél­in snar­lækkaði flugið í átta mín­út­ur eða hvers vegna flug­menn­irn­ir breyttu ekki flug­leiðinni til þess að koma í veg fyr­ir að brot­lenda í fjall­lend­inu á 700 km hraða á klukku­stund.

Síðustu tíu mín­út­urn­ar áður en flug­vél­in brot­lenti var al­gjör þögn í fjar­skipt­um frá áhöfn Air­bus þot­unn­ar sem var á leið frá Barcelona til Düs­seldorf.

Talið er að þotan hafi ekki lent í ókyrrð því veðrið var gott þegar hún hrapaði, heiðskírt og hæg­ur vind­ur, að sögn franskra emb­ætt­is­manna.

Þetta er mann­skæðasta flug­slys á meg­in­landi Frakk­lands frá ár­inu 1974 þegar þota Tur­k­ish Air­lines hrapaði og 346 manns létu lífið.

Þetta er í fyrsta skipti sem þota í eigu Ger­manw­ings ferst. Þotan var 24 ára göm­ul en meðal­ald­ur Air­bus-þotna flug­fé­lags­ins er um níu ár. Flug­stjór­inn var reynd­ur og hafði starfað fyr­ir Ger­manw­ings í tíu ár.

Thom­as Win­kelmann, fram­kvæmda­stjóri Ger­manw­ings, sagði að þotan hefði byrjað að lækka flugið um mín­útu eft­ir að hún náði farflugs­hæð og haldið áfram að lækka flugið í átta mín­út­ur. Hún hefði verið í um 6.000 feta hæð þegar fransk­ir flug­um­ferðar­stjór­ar misstu sam­band við hana klukk­an 10.53 að staðar­tíma, klukk­an 9.53 að ís­lensk­um.

Lýst hef­ur verið yfir þjóðarsorg á Spáni en 67 þeirra sem voru um borð eru Þjóðverj­ar, þar af sex­tán grunn­skóla­nem­ar á leiðinni heim úr skóla­ferðalagi. 45 þeirra sem voru um borð bera spænsk nöfn. Eins voru Ástr­alir, Tyrk­ir, Dan­ir, Hol­lend­ing­ar og Belg­ar um borð og er ótt­ast að Bret­ar hafi einnig verið um borð en það hef­ur ekki verið staðfest.

Leiðtog­ar Frakk­lands, Þýska­lands og Spán­ar heim­sækja slysstaðinn

Leiðtog­ar Frakk­lands, Þýska­lands og Spán­ar munu fara á slysstaðinn síðar í dag en leiðtog­arn­ir: Franço­is Hollande, Frakk­lands­for­seti, Ang­ela Merkel, kansl­ari Þýska­lands og Mariano Rajoy, for­sæt­is­ráðherra Spán­ar munu fara sam­an á vett­vang. Náið sam­starf er meðal þjóðanna þriggja um hvernig staðið er að björg­un­ar­starfi og um leið rann­sókn á or­sök­um slyss­ins.

Aðstoðarfor­stjóri Luft­hansa, Heike Bir­len­bach, sagði að gengið væri út frá því að um flug­slys væri að ræða og ekk­ert hefði komið fram sem benti til hryðju­verks. „All­ar aðrar til­gát­ur væru bara vanga­velt­ur,“ hafði frétta­veit­an AFP eft­ir henni.

150 manns fórust þegar farþegaþota Germanwings, dótturfélags þýska flugfélagsins Lufthansa, …
150 manns fór­ust þegar farþegaþota Ger­manw­ings, dótt­ur­fé­lags þýska flug­fé­lags­ins Luft­hansa, hrapaði í Ölp­un­um í Suður-Frakklandi í gær. AFP
150 manns fórust þegar farþegaþota Germanwings, dótturfélags þýska flugfélagsins Lufthansa, …
150 manns fór­ust þegar farþegaþota Ger­manw­ings, dótt­ur­fé­lags þýska flug­fé­lags­ins Luft­hansa, hrapaði í Ölp­un­um í Suður-Frakklandi í gær. AFP
150 manns fórust þegar farþegaþota Germanwings, dótturfélags þýska flugfélagsins Lufthansa, …
150 manns fór­ust þegar farþegaþota Ger­manw­ings, dótt­ur­fé­lags þýska flug­fé­lags­ins Luft­hansa, hrapaði í Ölp­un­um í Suður-Frakklandi í gær. AFP
150 manns fórust þegar farþegaþota Germanwings, dótturfélags þýska flugfélagsins Lufthansa, …
150 manns fór­ust þegar farþegaþota Ger­manw­ings, dótt­ur­fé­lags þýska flug­fé­lags­ins Luft­hansa, hrapaði í Ölp­un­um í Suður-Frakklandi í gær. AFP
150 manns fórust þegar farþegaþota Germanwings, dótturfélags þýska flugfélagsins Lufthansa, …
150 manns fór­ust þegar farþegaþota Ger­manw­ings, dótt­ur­fé­lags þýska flug­fé­lags­ins Luft­hansa, hrapaði í Ölp­un­um í Suður-Frakklandi í gær. AFP
150 manns fórust þegar farþegaþota Germanwings, dótturfélags þýska flugfélagsins Lufthansa, …
150 manns fór­ust þegar farþegaþota Ger­manw­ings, dótt­ur­fé­lags þýska flug­fé­lags­ins Luft­hansa, hrapaði í Ölp­un­um í Suður-Frakklandi í gær. AFP
150 manns fórust þegar farþegaþota Germanwings, dótturfélags þýska flugfélagsins Lufthansa, …
150 manns fór­ust þegar farþegaþota Ger­manw­ings, dótt­ur­fé­lags þýska flug­fé­lags­ins Luft­hansa, hrapaði í Ölp­un­um í Suður-Frakklandi í gær. AFP
150 manns fórust þegar farþegaþota Germanwings, dótturfélags þýska flugfélagsins Lufthansa, …
150 manns fór­ust þegar farþegaþota Ger­manw­ings, dótt­ur­fé­lags þýska flug­fé­lags­ins Luft­hansa, hrapaði í Ölp­un­um í Suður-Frakklandi í gær. AFP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert