Gera loftárásir á Jemen

Sendiherr Sádí Arabíu, Adel bin Ahmed Al-Jubeir tilkynnti um loftárásirnar …
Sendiherr Sádí Arabíu, Adel bin Ahmed Al-Jubeir tilkynnti um loftárásirnar í kvöld. AFP

Her­floti Sádi Ar­ab­íu hef­ur hafið loft­árás­ir gegn Hout­hi fylk­ing­unni í Jemen, með liðstyrk níu annarra ríkja, að sögn sendi­herra Sádi Ar­ab­íu í Banda­ríkj­un­um Adel bin Ah­med Al-Ju­beir. Að hans sögn munu hernaðaraðgerðirn­ar þó ekki ein­skorðast við loft­árás­ir. 

Í frétt RT um málið kem­ur fram að Banda­rík­in eru ekki eitt hinna níu ríkja sem taka þátt í aðgerðinni.  

Sádi Ar­ab­ía, Sam­einuðu ar­ab­ísku fursta­dæm­in, Bahrain, Kat­ar og Kúveit hafa gefið út sam­eig­in­lega yf­ir­lýs­ingu þar sem rík­in segj­ast hafa ákveðið að brjóta á bak aft­ur Hout­hi fylk­ing­una, Al-Qa­eda og Ríki íslams í Jemen. Rík­in segj­ast vera að bregðast við gríðarlegri ógn sem steðjar að svæðinu.

Þrátt fyr­ir að sendi­herr­ann hafi haldið því staðfast­lega fram að yf­ir­völd Sádi Ar­ab­íu hafi ein­ung­is ráðfært sig við yf­ir­völd í Banda­ríkj­un­um hef­ur frétta­stofa Reu­ters heim­ild­ir fyr­ir því að Banda­rík­in hafi stutt við hernaðaraðgerðirn­ar með ótil­greind­um hætti.



mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert