„Tilgangurinn var að eyða flugvélinni“

AFP

Sak­sókn­ari í Marseille seg­ir að aðstoðarflugmaður­inn hafi vís­vit­andi lækkað flug þotu Ger­manw­ings sem fórst í frönsku Ölp­un­um á þriðju­dag. 150 lét­ust í slys­inu. „Til­gang­ur­inn var að eyða flug­vél­inni,“ seg­ir Brice Robin, sak­sókn­ari og bæt­ir við að ekk­ert bendi til þess að flugmaður­inn hafi verið í tengsl­um við hryðju­verka­sam­tök.

Þetta kom fram á blaðamanna­fundi sem nú stend­ur yfir en sam­kvæmt upp­lýs­ing­um úr flug­rita vél­ar­inn­ar hafði flug­stjór­inn yf­ir­gefið flug­stjórn­ar­klef­ann augna­bliki áður en aðstoðarflugmaður­inn hóf að lækka flugið. Aðstoðarflugmaður­inn hafi síðan ekki hleypt hon­um aft­ur inn í klef­ann.

Robin nafn­greindi flug­mann­inn en hann hét Adreas Lubitz, 28 ára gam­all Þjóðverji og ekk­ert bend­ir til ann­ars en að Lubits hafi verið poll­ró­leg­ur þegar hann vís­vit­andi lækkaði flugið og brot­lenti þot­unni í fjall­lendi frönsku Alp­anna.

Til að mynda hafi and­ar­drátt­ur hans verið eðli­leg­ur og hann hafi ekki sagt orð. Eng­inn farþeg­anna hafi vitað hvað væri að ger­ast fyrr en vél­in brot­lenti. Flug­stjórn í Marseille reyndi ít­rekað að ná sam­bandi við flug­vél­ina án ár­ang­urs.

Á blaðamanna­fund­in­um lýsti Robin því hvernig al­gjör þögn hafi verið í flug­stjórn­ar­klef­an­um á meðan flug­stjór­inn reyndi í ör­vænt­ingu að kom­ast þangað inn aft­ur eft­ir að hafa skroppið á sal­ernið.

„Við heyr­um flug­stjór­ann biðja aðstoðarflug­mann­inn að taka við stjórn þot­unn­ar og við heyr­um á sama tíma hvernig stól er ýtt aft­ur á bak og hljóð þegar hurð lokast,“ sagði Robin á blaðamanna­fund­in­um.

Á því augna­bliki stýr­ir aðstoðarflugmaður­inn flug­vél­inni og þegar hann er orðinn einn í flug­stjórn­ar­klef­an­um ýtir hann á hnapp og læt­ur flug­vél­ina lækka flugið. „Slík aðgerð á hæðar­stjórn­tæki er aðeins hægt að fram­kvæma vilj­andi,“ seg­ir sak­sókn­ari. 

„Ég get ekki sagt að þetta sé sjálfs­víg en það er eðli­leg spurn­ing að spyrja,“ sagði Robin skömmu áður en hann sleit blaðamann­fund­in­um en eins og hér kom að fram­an hafa eng­in tengsl við hryðju­verka­sam­tök komið fram. Lubitz hóf störf hjá flug­fé­lag­inu árið 2013 og átti að baki tæp­lega 700 flug­tíma.

Sam­kvæmt Guar­di­an var fjöl­skylda Lubitz kom­in til Marseille líkt og aðstand­end­ur flestra þeirra sem voru í vél­inni þegar hún fórst. Þau hafa nú yf­ir­gefið borg­ina eft­ir að upp­lýst var um að hann beri ábyrgð á dauða 149 annarra. Fjöl­skyld­ur þeirra sem fór­ust í slys­inu hafa verið upp­lýst­ar um að flugmaður­inn hafi vís­vit­andi brot­lent flug­vél­inni.

Icelanda­ir breyt­ir regl­um

Þess er ekki kraf­ist hjá þýska flug­fé­lag­inu Luft­hansa og dótt­ur­fé­lagi þess, Ger­manw­ings, að það séu alltaf tveir í flug­stjórn­ar­klef­an­um á sama tíma líkt og banda­rísk­ar regl­ur kveða á um. Þær regl­ur gilda ekki um öll alþjóðleg flug­fé­lög, meðal ann­ars ekki þau ís­lensku. 
Að sögn Guðjóns Arn­gríms­son­ar, upp­lýs­inga­full­trúa Icelanda­ir, hef­ur verið ákveðið að breyta þess­um regl­um.

„Í ljósi frétta af hugs­an­leg­um ástæðum flug­slyss­ins í Frakklandi í fyrra­dag hef­ur Icelanda­ir ákveðið að taka upp þá vinnu­reglu, í öllu flugi fé­lags­ins, að aldrei séu færri en tveir úr áhöfn í flug­stjórn­ar­klef­an­um. Þurfi ann­ar flugmaður­inn að yf­ir­gefa flug­stjórn­ar­klef­ann mun flug­freyja/​flugþjónn vera í flug­stjórn­ar­klef­an­um á meðan. Þessi vinnu­regla tek­ur gildi í dag.“

Líkt og fram kom í gær­kvöldi þá var aðeins ann­ar flugmaður­inn í flug­stjórn­ar­klef­an­um þegar vél­in flaug á fjall og brot­lenti. Alls voru 150 í flug­vél­inni og komst eng­inn lífs af. Þetta var staðfest af sak­sókn­ara sem fer fyr­ir á rann­sókn­inni á slys­inu, Brice Robin. Flugmaður­inn neitaði að hleypa flug­stjórnaum inn í klef­ann á ný og var hann því einn við stjórn­völ­inn í klef­an­um.

Flu­gör­ygg­is­sér­fræðing­ur CNN frétta­stof­unn­ar, Dav­id Souciek seg­ir að á sama tíma og banda­rísk flug­fé­lög krefj­ist þess að ef ann­ar flugmaður­inn þarf að yf­ir­gefa flug­stjórn­ar­klef­ann þá þurfi ein­hver ann­ar úr áhöfn vél­ar­inn­ar að koma þangað inn á meðan. 

Eðli­leg­um starfs­hátt­um ekki fylgt

Glenn Winn, sér­fræðing­ur í flu­gör­yggi og leiðbein­andi hjá há­skól­an­um í Suður-Kali­forn­íu, seg­ir í sam­tali við Los Ang­eles Times að ljós sé að eðli­leg­um starfs­hátt­um hafi ekki verið fylgt í þess­ari flug­ferð.

„Þú get­ur spurt hvaða flug­mann sem er, þeir munu gefa þér sama svar,“ seg­ir Winn. „Þeir skilja ekki mann­eskju eft­ir eina í flug­stjórn­ar­klef­an­um. Þeir gera það ekki. Það ger­ir eng­inn,“ bæt­ir Winn við.

Samþykkið verður að koma frá þeim sem er inni í klef­an­um

Winn ef­ast ekki um að ör­ygg­is­regl­ur þær sem samþykkt­ar voru á Banda­ríkjaþingi eft­ir árás­irn­ar 11. sept­em­ber 2001, hafi verið í gildi í flug­vél­um Ger­manw­ings og Luft­hansa. En flug­fé­lag­in beita sömu ör­ygg­is­regl­um og banda­rísk flug­fé­lög.

Vís­ar hann þar til þess að ekki er hægt að kom­ast inn í flug­stjórn­ar­klef­ann nema með samþykki frá þeim sem er inni í klef­an­um. Eins er kveðið á um að dyr klef­ans séu svo ramm­gerðar að þær þoli skot­hríð og sprengju­árás. 

„Ég veit að eft­ir 11. sept­em­ber þá eru flug­stjórn­ar­dyr ramm­gerðustu dyrn­ar í banda­rísk­um flug­vél­um,“ seg­ir Ant­honu Brickhou­se, aðstoðarpró­fess­or í flu­gör­yggi við Embry-Riddle Aeronautical há­skól­ann.

Flug­sér­fræðing­ar sem banda­rísk­ir fjöl­miðlar hafa rætt við eft­ir að frétt­ir bár­ust af því að aðeins ann­ar flugmaður­inn hafi verið inni í flug­stjórn­ar­klef­an­um segja að það sé viðtek­in venja hjá flugliðum að setja mat­ar­vagn­inn fyr­ir fram­an flug­stjórn­ar­klef­ann þegar ann­ar flug­mann­anna opn­ar dyrn­ar og fer út úr klef­an­um. Flugliði eigi síðan að vera í flug­stjórn­ar­klef­an­um og opna dyrn­ar fyr­ir flug­mann­in­um þegar hann snýr aft­ur.

„Þetta er hefðbundn­ir starfs­hætt­ir sem Ger­manw­ings hefði átt að fylgja,“ seg­ir Winn. Þetta sé ekk­ert leynd­ar­mál og að all­ir viti af þessu.

Á vefn­um Allt um flug er farið yfir það hvernig læs­ing­arn­ar eru á dyr­um flug­stjórn­ar­klef­ans.

„Still­ing­arn­ar sem um ræðir eru UN­LOCK, NORM og LOCK.

UN­LOCK

UN­LOCK aflæs­ir hurðinni inn í stjórn­klef­ann og þarf að ýta rof­an­um upp úr NORM-still­ingu yfir í UN­LOCK á meðan opnað er og tek­ur sá rofi yfir aðrar aðgerðir á meðan. Grænt ljós birt­ist á talna­borði og dyrn­ar opn­ast.

NORM

Þegar NORM er valið eru dyrn­ar læst­ar á meðan þær eru lokaðar en einnig læt­ur það dyrn­ar opn­ast eft­ir að neyðarkóði hef­ur verið stimplaður inn en þó með 30 sek­úndna biðtíma.

LOCK

LOCK læs­ir hurðinni al­gjör­lega og hindr­ar aðgang að stjórn­klef­an­um þrátt fyr­ir að ýtt sé á talna­borð og kem­ur upp rautt viðvör­un­ar­ljós á talna­borði sem gef­ur til kynna að dyrn­ar eru læst­ar. Ef LOCK er valið gild­ir sú still­ing í 20 mín­út­ur þar til hún fer aft­ur yfir á NORM.

Neyðar­til­felli

Ef upp kem­ur neyðar­til­felli þar sem t.a.m. flugliði nær ekki sam­bandi við flug­menn sem gætu hafa misst meðvit­und get­ur flugliði ýtt á talna­borðið til að óska eft­ir aðgangi. Ef það dug­ar ekki til er hægt að stimpla inn neyðarkóða en við það fer í gang viðvör­un­ar­hljóð í stjórn­klef­an­um sem gef­ur flug­mönn­um tæki­færi á því að hindra aðgang áfram með LOCK eða opna dyrn­ar með UN­LOCK,“ seg­ir á vefn­um Allt um flug.

Ef eng­in viðbrögð eru eft­ir 30 sek­únd­ur frá því að neyðarkóðinn hef­ur verið sleg­inn inn fer læs­ing­ar­kerfið sjálf­krafa yfir á UN­LOCK og hef­ur viðkom­andi 5 sek­únd­ur til að fara inn í stjórn­klef­ann en mögu­leiki er á því að að flugmaður­inn sem var inni í stjórn­klef­an­um hafi komið í veg fyr­ir að hinn flugmaður­inn, sem brá sér frá, gæti kom­ist aft­ur inn í klef­ann.

Þota Ger­manw­ings Air­bus A320 flaug í 38 þúsund feta hæð á leiðinni frá Barcelona til Þýska­lands þegar hún lækkaði flugið niður í 6.800 fet á ein­ung­is tíu mín­út­um yfir fjall­lendi frönsku Alp­anna. Í átta mín­út­ur áður en vél­in brot­lenti náðist ekki sam­band við flug­menn henn­ar.

Með meira en tíu ára reynslu að baki

Luft­hansa hef­ur upp­lýst um að flug­stjór­inn hafi meira en tíu ára reynslu og yfir sex þúsund flug­tíma að baki. Hann hafði starfað hjá Ger­manw­ings frá því í maí 2014 og áður hjá Luft­hansa og Condor. Hinn flugmaður­inn, sem nú hef­ur verið upp­lýst um að hafi vís­vit­andi valdið slys­inu, hafi starfað hjá fé­lag­inu frá því í sept­em­ber 2013 og eigi að baki 630 flug­tíma. Upp­lýs­inga­full­trú­ar flug­fé­lag­anna hafa ekki viljað upp­lýsa nán­ar um það hverj­ir flug­menn­irn­ir eru.

Luft­hansa hef­ur ekki viljað tjá sig um frétt­ir NYT og AFP en seg­ir að regl­ur varðandi viðveru í flug­stjórn­ar­klefa séu í sam­ræmi við reglu­gerð þýskra flug­mála­yf­ir­valda. Sam­kvæmt þeim þá eiga báðir flug­menn­irn­ir, það ef þeir eru tveir, að vera í flug­stjórn­ar­klef­an­um en ann­ar þeirra megi yf­ir­gefa hann í mjög skamma stund.

Sam­kvæmt BBC hafa ein­hver flug­fé­lög bætt við þeirri reglu að ef ann­ar þeirra þarf að fara út úr klef­an­um þá verði ann­ar úr áhöfn flug­vél­ar­inn­ar að koma þangað inn í hans stað. Þessu sé hins veg­ar ekki þannig farið hjá Luft­hansa og nokkr­um öðrum stór­um flug­fé­lög­um.

Mega skreppa úr klef­an­um sam­kvæmt ís­lensku regl­un­um

Íslenska reglu­gerðin varðandi al­manna­flug seg­ir að við flug­tak og lend­ingu skulu all­ir flugliðar, sem kraf­ist er að séu á flugvakt í stjórn­klefa, vera í vinnureit­um sín­um.

„Á flug­leið skulu all­ir flugliðar, sem kraf­ist er að séu á flugvakt í stjórn­klefa, vera í vinnureit­um sín­um nema þeir þurfi óhjá­kvæmi­lega að bregða sér frá vegna skyldu­starfa við starf­rækslu flug­vél­ar­inn­ar eða til að sinna lík­am­leg­um þörf­um sín­um.“

Hjá Wow feng­ust þær upp­lýs­ing­ar hjá Svan­hvíti Friðriks­dótt­ur, upp­lýs­inga­full­trúa, „að fé­lagið fylgi alþjóðleg­um stöðlum og er þetta ekki í okk­ar verk­ferl­um í dag en verk­ferl­ar okk­ar eru auðvitað í sí­felldri end­ur­skoðun.“

AFP
AFP
Nöfn nemandanna sem fórust með flugvélinni
Nöfn nem­andanna sem fór­ust með flug­vél­inni AFP
AFP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert