Öskur áður en vélin fór á fjallið

Brice Robin, fyrir miðju, á blaðamannafundi í dag.
Brice Robin, fyrir miðju, á blaðamannafundi í dag. AFP

Það mátti heyra ösk­ur á upp­töku úr flug­rita þýsku farþega­vél­ar­inn­ar, rétt áður en henni var vís­vit­andi flogið á fjallið á um 200 kíló­metra hraða. Talið er að all­ir sem voru um borð hafi lát­ist sam­stund­is.

Þetta er meðal þess sem Brice Robin, sak­sókn­ari í Marseille, sagði á blaðamanna­fundi í dag, er hann út­skýrði hvað gerðist er vél Ger­manW­ings hóf lág flug að frönsku Ölp­un­um. Ljóst þykir að aðstoðarflugmaður­inn, sem var einn í flug­stjórn­ar­klef­an­um síðustu mín­út­urn­ar, lækkaði flug vél­ar­inn­ar vís­vit­andi með þeim af­leiðing­um að 150 manns, þeirra á meðal tvö ung­börn og sex­tán mennta­skóla­nem­ar, lét­ust.

Flug­stjór­inn hafði brugðið sér á sal­ernið. Hann reyndi svo að kom­ast aft­ur inn í flug­stjórn­ar­klef­ann en án ár­ang­urs. 

„Núna er ekk­ert sem gef­ur til kynna að um hryðju­verk hafi verið að ræða,“ sagði sak­sókn­ar­inn. Hann sagðist ekki líta svo á að flugmaður­inn hafi framið sjálfs­víg. „Þegar þú berð ábyrgð á líf­um 150 manns, þá get ég ekki kallað það sjálfs­víg,“ sagði hann á blaðamanna­fund­in­um.

Robin sagði að farþegar sem voru um borð hafi aðeins gert sér grein fyr­ir því sem var að ger­ast „á síðustu stundu“. Því að „við heyr­um aðeins öskrin á síðustu augna­blik­um upp­tök­unn­ar [úr flug­rit­an­um].“

Aðstoðarflugmaður­inn hét Andreas Lubitz og var 28 ára. Hann var þýsk­ur.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert