Leitaði tvisvar til læknis

Flugmenn líkt og aðrir geta veikst af þunglyndi.
Flugmenn líkt og aðrir geta veikst af þunglyndi. AFP

Aðstoðarflugmaður vél­ar Ger­manW­ings leitaði tvisvar á sjúkra­hús ný­verið. Í fe­brú­ar leitaði hann álits lækn­is vegna sjúk­dóms­grein­ing­ar. Síðari heim­sókn­in var þann 10. mars. Þetta kem­ur fram í þýska dag­blaðinu Rhein­ischer Post. Er þetta haft eft­ir tals­manni há­skóla­sjúkra­húss­ins í Dus­seldorf en sjúkra­húsið vill ekki gefa frek­ari upp­lýs­ing­ar um heim­sókn­ir flug­manns­ins þangað. Í frétt Tel­egraph kem­ur þó fram að sjúkra­húsið neiti að hafa veitt hon­um meðferð vegna þung­lynd­is.

Fram hef­ur komið að lík­lega hafi flugmaður­inn, hinn 27 ára gamli Andreas Lubitz, þjáðst af þung­lyndi. Hann hafi hins veg­ar leynt vinnu­veit­anda sinn því. Á heim­ili hans fund­ust lækn­is­vott­orð sem búið var að rífa.

Geðlækn­ar hafa í dag bent á að þung­lyndi sé al­geng­ur sjúk­dóm­ur, t.d. sé talið að fjórði hver Breti þjá­ist af slíku. Simon Wessely, for­seti Kon­ung­legu geðlækna­sam­tak­anna í Bretlandi, seg­ir við BBC að ekki sé litið svo á að fólk sem greint sé með þung­lyndi sé lík­legra en annað til að gera það sem flugmaður Ger­manW­ings gerði. Hann seg­ir að flug­menn rétt eins og aðrir grein­ist með þung­lyndi. Um það þekki hann per­sónu­leg dæmi. Þeir haldi hins veg­ar áfram að fljúga, „af fullu ör­yggi“ í kjöl­farið. Hann seg­ir því þung­lyndi ekki úti­loka fólk frá því að verða flug­menn svo lengi sem það sé heiðarlegt með það, fái meðferð og jafni sig, eins og flest­ir geri.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert