Líkindi milli opnunaratriðis argentínsku kvikmyndarinnar „Relatos salvajes“ og flugslyssins í frönsku Ölpunum fyrr í vikinni hafa vakið mikinn óhug.
Pilot with mental illness locks the cockpit intending to crash his aircraft: #Germanwings tragedy but also the Oscar nominated #WildTales
— Mayra Báez Jimeno (@mayrabaez) March 27, 2015
The pilot purposely locked out the other pilot & crashed the plane w/ 150 ppl on board. It reminded me, sadly, of #WildTales first novella:(
— Alisa Krutovsky (@AlisaKrutovsky) March 27, 2015
„Relatos salvajes“ eða „Villtar sögur“ eins og titillinn útleggst á íslensku var tilnefnd til Óskarsverðlauna í febrúar og hefur verið í sýningum í Bíó Paradís síðustu vikur. Myndin er ekki hryllingsmynd sem slík en sýnir hryllilega atburði í glettnislegu ljósi og hefur verið hrósað fyrir kolsvartan húmorinn. Kvikmyndin var sett í sýningar í Bretlandi í dag og þykir mörgum það óviðeigandi tímasetning að sögn Daily Mail.
And the prize for worst timing opening a movie goes to... Wild Tales. Superb movie, if you can get past the first section now. #WildTales
— Broken Shark (@broken_shark) March 27, 2015
I laughed tremendously at 'Wild Tales' but Lubitz may have ruined it for many future viewers #relatossalvajes #wildtales
— Rhys Ziemba (@RhysZiemba) March 26, 2015
Í fyrsta atriði kvikmyndarinna sjást farþegar flugvélar smám saman komast að því að þeir tengjast allir í gegnum sama manninn. Öll hafa þau gert eitthvað á hans hlut, hvort sem það var af illgirni eða ekki en meðal farþeganna eru t.a.m. gömul kærasta sem hélt framhjá honum og prófdómari sem gerði lítið úr honum. Smám saman rennur upp fyrir fólkinu ljós og það uppgötvar að í læstum flugstjórnarklefanum situr þessi sameiginlegi kunningi sem hefur beint flugvélinni í átt að jörðu. Farþegarnir öskra og gráta og sjást reyna að brjóta sér leið inn í flugstjórnarklefann en síðasta skotið í atriðinu sýnir flugvélina stefna hraðbyri mót jörðu.
Myndin kom út í fyrra og þrátt fyrir að hafa ekki verið sýnd í Bretlandi fyrr en nú hefur hún meðal annars verið í sýningum á Spáni eða í Þýskalandi. Ekki mun vitað hvort Andreas Lubitz, aðstoðarflugmaður Germanwingsvélarinnar, hafi séð myndina. Eins og fram hefur komið er talið ljóst að hann hafi læst flugstjóra vélarinnar útúr flugstjórnarklefanum og í kjölfarið stýrt henni viljandi á fjall og þannig tekið líf sitt og 149 annarra sem voru um borð í vélinni. Talið er að flugstjórinn hafi hugsanlega reynt að brjóta sér leið inn með exi. Á síðustu sekúndum upptökunnar úr flugrita vélarinnar má heyra öskur fórnarlambanna og talið er að þeim hafi því ekki orðið ljóst í hvað stemmdi fyrr en rétt áður en vélin skall á fjallinu.
Loved the movie #WildTales ! But that first scene was pretty tough to watch after #GermanWingsCrash . The similarities were shocking.
— Al Miro (@TheAlMiro) March 27, 2015
Hér má sjá brot úr atriðinu sem um ræðir í Wild Tales. Kvikmyndin er byggð upp af smásögum og er byrjunaratriðið ein þeirra.