Fyrsta ebólusmitið í rúman mánuð

Heilbrigðisstarfsmenn í Sierra Leone skoða fólk á leið yfir landamærin …
Heilbrigðisstarfsmenn í Sierra Leone skoða fólk á leið yfir landamærin til Líberíu. AFP

Líb­erísk kona, sem sýkt var af ebólu lést í gær. Var kon­an greind með ebólu í síðustu viku og var hún fyrst til að vera greind með veiruna í Líb­eríu í rúm­an mánuð.

Var kon­an greind með ebólu 20. mars síðastliðinn, en hún var gift manni sem hafði sýkst af veirunni en lækn­ast. Grun­ur leik­ur á að tveir aðrir hafi sýkst af veirunni í Líb­eríu síðustu daga.

Von­ir höfðu vaknað um að ebólufar­aldr­in­um í land­inu væri að ljúka en með fregn­um af and­láti kon­unn­ar má gera ráð fyr­ir því að svo sé ekki. 

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Franc­is Kart­eh, yf­ir­manni ebólu-teym­is yf­ir­valda í Líb­eríu er nú fylgst náið með 80 ein­stak­ling­um sem gætu hafa átti í sam­skipt­um við kon­una sem lést í gær. 

Rúm­lega 4300 hafa lát­ist úr ebólu í Líb­eríu síðan að far­ald­ur­inn hófst. Áður en kon­an sýk­ist stóð til að lýsa því yfir að landið væri laust við veiruna um miðjan apríl.

Síðan að far­ald­ur­inn hófst í des­em­ber 2013 hafa meira en 24,000 manns í níu lönd­um sýkst af veirunni. Rúm­lega 10,000 þeirra hafa látið lífið. Lang­flest­ir þeirra lét­ust í Líb­eríu, Sierra Leo­ne og Gín­eu. 

Fyr­ir um sex mánuðum síðan var að meðaltali til­kynnt um 300 ný smit á viku í Líb­eríu. 

AFP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert