Sarkozy sýnir styrk sinn

Allt stefnir í að kosningabandalag Sarkozys nái meirihluta í á …
Allt stefnir í að kosningabandalag Sarkozys nái meirihluta í á bilinu 66-70 sýslum eftir kosningarnar í dag. AFP

Önnur um­ferð í sýslu­kosn­ing­un­um í Frakklandi fór fram í dag og varð lít­il breyt­ing á þeirri sveiflu sem hófst í fyrri um­ferðinni, þar sem kjós­end­ur fylktu sér í mikl­um mæli að hægri­flokki Nicolas Sar­kozy, UMP, og flokki Mar­ine Le Pen, Front Social. 

Kosn­inga­banda­lag Sar­kozys er í dag talið hafa náð meiri­hluta í á bil­inu 66-70 sýsl­um. Sósí­al­ista­flokk­ur­inn í á bil­inu 27-31 en Front Nati­onal ekki í neinni sýslu. Þrátt fyr­ir þetta eru niður­stöðurn­ar tald­ar vera mik­ill sig­ur fyr­ir Maríu Le Pen þar sem flokk­ur­inn er með um 25% fylgi á landsvísu, þrátt fyr­ir að vera hvergi í meiri­hluta.

Bæði Sar­kozy og Le Pen fögnuðu niður­stöðunni, og sagði Le Pen þetta sýna þær breyt­ing­ar sem flokk­ur­inn er að gera á póli­tíska lands­lag­inu í Frakklandi.

Sósí­al­ista­flokk­ur­inn galt af­hroð í kosn­ing­un­um og missti flokk­ur­inn meiri­hluta á svæðum sem tal­in voru sterk vígi flokks­ins eins og í norður­hluta Lille og Côtes d'­Armor í Britt­ann­íu.

Marg­ir vilja nota sýslu­kosn­ing­arn­ar til þess að greina póli­tíska lands­lagið fyr­ir for­seta­kosn­ing­arn­ar árið 2017. Nokkr­ar kosn­inga­spár spá því að María Le Pen gæti kom­ist í aðra um­ferð for­seta­kosn­ing­anna með því að slá út ann­an hinna fram­bjóðand­anna. Hún er þó ekki tal­in lík­leg til þess að sigra í síðari um­ferðinni.

Sjá frétt The Guar­di­an

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert