Viðtal við Åkesson veldur fjaðrafoki

Jimmie Åkesson, leiðtogi Svíþjóðardemókrata.
Jimmie Åkesson, leiðtogi Svíþjóðardemókrata. AFP

Jimmie Åkes­son, hinn um­deildi leiðtogi Svíþjóðardemó­krata, sneri aft­ur í stjórn­mál í vik­unni eft­ir að hafa verið í veik­inda­leyfi í næst­um sex mánuði. Hann var viðmæl­andi í þætt­in­um Ska­vl­an í norska rík­is­sjón­varp­inu á föstu­dag­inn en viðtalið hef­ur valdið miklu fjaðrafoki. Mörg­um finnst þátta­stjórn­and­inn hafa gengið afar harka­lega fram gegn Åkes­son. Aðrir hrósa fram­göngu hans og segja hörk­una eiga rétt á sér.

Stjórn­mála­menn bæði í Nor­egi og Svíþjóð hafa tjáð sig um viðtalið. 

Spurði þátta­stjórn­and­inn Åkes­son sér­stak­lega um orðræðuna sem sum­ir fram­bjóðend­ur Svíþjóðardemó­krat­ar hafa beitt í kosn­ing­um. 

Ska­vl­an: „Ég er sér­stak­lega að hugsa um orðræðuna sem beitt hef­ur verið og þú þekk­ir sjálf­ur. Bæði frá fram­bjóðend­um og meðlim­um flokks þíns. Þú seg­ir sjálf­ur að kynþátta­hat­ur líðist ekki inn­an flokks­ins, en samt nota fram­bjóðend­ur orð eins og sníkl­ar, gyðinga­svín, engisprett­ur og kakka­lakk­ar. Eru þetta orð sem er í lagi að nota um þjóðfé­lags­hópa?“ 

Åkes­son: Þetta eru ekki orð sem eru frá mér kom­in, það veistu.“ 

Ska­vl­an: „En þetta eru þínir fram­bjóðend­ur. Þeir koma fram í nafni flokks­ins.“

Åkes­son: „Nei þeir gera það klár­lega ekki.“

Ska­vl­an: „En þetta eru Svíþjóðardemó­krat­ar.“

Åkes­son: „Ef þeir nota svona orð þá eru það ekki leng­ur Svíþjóðardemó­krat­ar.“

Alls hafa norska rík­is­sjón­varp­inu og Fjöl­miðlanefnd lands­ins borist yfir 2 þúsund kvart­an­ir, sem er met þar í landi.

Stjórn­ar­maður í stjórn norska rík­is­sjón­varps­ins seg­ir að skoða verði málið. „Ég mun aldrei gagn­rýna fjöl­miðlamann fyr­ir að spyrja gagn­rýnna spurn­inga. Ég set hins veg­ar spurn­ing­ar­merki við það hvort verið sé að sparka í liggj­andi mann. Það er eng­inn vafi á því að Åkes­son er ekki full­frísk­ur eins og kom fram í viðtal­inu,“ seg­ir Erik Berg-Han­sen í sam­tali við Ver­d­ens gang

Ekki ætl­un­in að niður­lægja

Fredrik Ska­vl­an seg­ir við Ver­d­ens gang að það hafi ekki verið ætl­un­in að niður­lægja Åkes­son. „Það virðist alltaf vera þannig að viðtöl við stjórn­mála­leiðtoga þókn­ast ekki öll­um. Sum­um finnst við ganga of harka­lega fram og aðrir telja okk­ur ganga of var­lega fram. Það teng­ist því oft­ast hver póli­tísk skoðun hvers og eins er. Það var ekki ætl­un okk­ar að niður­lægja eða valta yfir Åkes­son, held­ur að ræða við hann ástandið í sænsk­um stjórn­mál­um, sem varð til þess að hann veikt­ist and­lega.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert