Vilja endurskoða trúnaðarreglur

Frá minningarathöfn um fórnarlömb fjöldamorðsins í Notre-Dame-du-bourg-dómkirkjunni í Digne-les-Bains, nærri …
Frá minningarathöfn um fórnarlömb fjöldamorðsins í Notre-Dame-du-bourg-dómkirkjunni í Digne-les-Bains, nærri svæðinu þar sem vélin brotlenti. AFP

Fregn­ir þess efn­is að flugmaður­inn, sem tal­inn er hafa grandað farþegaþotu Ger­manw­ings í frönsku Ölp­un­um, hafi haldið því leyndu fyr­ir vinnu­veit­anda sín­um að hann átti við and­leg veik­indi að stríða, hef­ur vakið umræðu í Þýskalandi um rétt sjúk­linga til friðhelgi einka­lífs.

Alls létu 150 lífið þegar vél­in brot­lenti en harm­leik­ur­inn hef­ur vakið upp spurn­ing­ar um hvort trúnaður lækna gagn­vart sjúk­ling­um sín­um eigi ekki að víkja þegar um er að ræða mögu­lega ógn við ör­yggi al­menn­ings.

Sér­fræðing­ur í sam­göngu­mál­um, úr röðum Kristi­legra demó­krata, hef­ur sagt að rýmka þurfi trúnaðarskyldu lækna þegar skjól­stæðing­ar þeirra starfa á ákveðnum sviðum. At­vinnu­menn á borð við flug­menn „ættu ein­göngu að ganga til lækna sem hafa verið til­greind­ir af at­vinnu­rek­anda þeirra,“ sagði Dirk Fischer í sam­tali við dag­blaðið Rhein­ische post.

Þá sagði hann að þeir lækn­ar ættu að geta rætt mál­efni viðkom­andi við at­vinnu­rek­and­ann og flug­mála­yf­ir­völd.

Þingmaður­inn Thom­as Jarzom­bek, einnig úr röðum Kristi­legra demó­krata, hef­ur kallað eft­ir því að sett verði á fót nefnd sér­fræðinga til að rann­saka hvernig meðhöndla megi veik­indi þeirra sem hafa vel­ferð fjölda fólks í hönd­um sér í starfi sínu.

Var ekki kunn­ugt um veik­ind­in

Þýsk­ir sak­sókn­ar­ar sögðu í dag að Lubitz hefði greinst með sjálfs­vígs­hugs­an­ir fyr­ir nokkr­um árum og að meðferð hans hefði enn staðið yfir þegar hann grandaði vél­inni. Þrátt fyr­ir að dregið hefði úr ein­kenn­um hafði lækn­ir skrifað und­ir veik­inda­vott­orð fyr­ir hann, fyr­ir dag­inn sem at­vikið átti sér stað.

Fjöl­miðlar hafa sagt frá því að Lubitz hafi verið á lyfj­um við al­var­legu þung­lyndi og í meðferð vegna sjóntrufl­ana. Rann­sak­and­ur segja að sam­kvæmt upp­tök­um úr flug­stjórna­klefa vél­ar­inn­ar hafi Lubitz verið þög­ull og andað ró­lega þegar hann læsti dyr­un­um að klef­an­um og brot­lenti vél­inni.

Stjórn­end­ur Luft­hansa, eig­anda Ger­manw­ings, hafa sagt að þeim hafi ekki verið kunn­ugt um veik­indi Lubitz sem gerðu hann óhæf­an til að fljúga. Þá hefði hvorki hegðun hans né störf gefið til­efni til áhyggja.

Trúnaður mann­rétt­indi

Í Þýskalandi og víðar eru þær skyld­ur lagðar á herðar lækna að þeir haldi trúnað við sjúk­linga sína, jafn­vel eft­ir dauða. Frá þess­ari reglu má aðeins víkja ef sjúk­ling­ur gef­ur til þess leyfi eða til að koma í veg fyr­ir al­var­leg­an glæp eða dauða.

Formaður þýsku lækna­sam­tak­anna, Frank Ulrich Mont­gomery, hef­ur hvatt til þess að menn stígi var­lega til jarðar í umræðunni um rýmk­un regl­anna, m.a. vegna þess að rétt­ur sjúk­linga til friðhelg­is einka­lífs séu mann­rétt­indi allra rík­is­borg­ara Þýska­lands.

Þá hef­ur dag­blaðið Die Welt vakið at­hygli á því að það að setja trúnaðarsam­bandi lækna og sjúk­linga skorður geti haft var­huga­verðar af­leiðing­ar. „Lög­reglu­menn eiga jafn­framt rétt... á op­in­skáu sam­tali við lækni, án þess að þurfa að hafa áhyggj­ur af því að vinnu­veit­andi þeirra fái að heyra af því.“

Andreas Lubitz.
Andreas Lubitz. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert