Tóku fjölda háskólanema í gíslingu

AFP

Byssumenn réðust í morgun inn í háskóla í bænum Garissa í Kenía. Tveir létu lífið í árásinni og tugir særðust. Byssumennirnir tóku í kjölfarið fjölmarga háskólanema í gíslingu. Stjórnarherinn segist hafa króað þá af á heimavist við skólann.

Fram kemur í frétt AFP að ekki sé vitað hversu margir nememdur séu í haldi en tugir hafi hins vegar náð að flýja undan byssumönnunum. Nokkur hundruð nemenda víða að úr Kenía stunda nám við skólann. Talið er hugsanlegt að hryðjuverkasamtökin Shebab, sem einkum starfa í nágrannaríkinu Sómalíu, beri ábyrgð á árásinni en þau hafa ekki lýst henni á hendur sér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert