Létu krossfesta sig í morgun

Markmiðið er að upplifa þjáningar Krists á eigin skinni og …
Markmiðið er að upplifa þjáningar Krists á eigin skinni og iðrast. AFP

Fjöldi fólks fylgd­ist með á Fil­ipps­eyj­um í morg­un þegar hóp­ur kaþól­ikka fetaði í fót­spor Jesú Krists með því að láta kross­festa sig. Þetta er ár­viss viðburður á Fil­ipps­eyj­um, en fólkið legg­ur margt á sig til þess að upp­lifa síðustu stund­ir Krists. 

Það læt­ur húðstrýkja sig til blóðs áður en það er neglt á krossa sem búið er að reisa upp.

Talið er að allt að fjög­ur þúsund manns, þá fyrst og fremst er­lend­ir ferðamenn, hafi fylgst með at­höfn­inni í þorp­inu San Pedro Cutud, skammt frá höfuðborg­inni Manila, í morg­un. En ólíkt fyrri árum, þá er ferðamönn­um í ár óheim­ilt að láta kross­festa sig.

Hettu­klædd­ir menn gengu um göt­ur þorps­ins með svip­ur sem þeir húðstrýktu sig þannig að blóðið skvett­ist á viðstadda. 

Sex manns tóku þátt í at­höfn­inni í San Pedro Cutud. Voru nokk­urra sentí­metra lang­ir nagl­ar, sem eru jafn­an baðaðir í áfengisanda, rekn­ir í gegn­um hend­ur og fæt­ur fólks­ins og það síðan reist upp á trékross, að því er seg­ir í frétt AP-frétta­veit­unn­ar.

Kaþólska kirkj­an hef­ur lýst yfir vand­læt­ingu sinni á þess­um aðför­um. Þeir sem láta kross­festa sig eru hins veg­ar sann­færðir um að þeir fái eins kon­ar „gjöf frá guði“ í staðinn, eins og til dæm­is að nán­ir ætt­ingj­ar þeirra nái heilsu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert