Um 1.500 manns komu saman við sólarupprás í Jerúsalem í dag til að fagna páskahátíðinni. Á páskadag telja kristnir að Jesú hafi risið upp frá dauðum eftir að hafa verið krossfestur.
Í morgun var sólríkt en napurt er kristnir víða að úr heiminum komu að steinhvelfingunni sem margir trúa að sé á staðnum þar sem Jesú var krossfestur og svo grafinn.
Hvelfingin er í austurhluta Jerúsalem. Hvelfingin fannst á nítjándu öld og var fljótt álitin sú hin sama og Jesú var grafinn í.
„Það er svo undursamlegt að vera hér,“ segir 41 árs kona frá Suður-Kóreu.
„Við höfum aldrei upplifað neitt þessu líkt,“ segir kona frá Pakistan. „Það er magnað að sjá svona margt fólk víða að úr heiminum og vera á staðnum þar sem Jesús bjó og gekk um.“