Krafa Grikkja um bætur „heimskuleg“

Sigmar Gabriel, efnahagsmálaráðherra Þýskalands.
Sigmar Gabriel, efnahagsmálaráðherra Þýskalands. AFP

Sigmar Gabriel, efnahagsráðherra Þýskalands, segir að krafa Grikkja um stríðsskaðabætur sé heimskuleg. Deilur ríkjanna þessi misserin komi seinni heimsstyrjöldinni ekkert við.

Gríska ríkisstjórnin heldur því fram að Þjóðverj­ar skuldi Grikkj­um tæp­lega 279 millj­arða evra í stríðsskaðabæt­ur vegna her­náms nas­ista á tím­um seinni heimsstyrj­ald­ar­inn­ar.

Þetta er í fyrsta skipti sem Grikk­ir hafa form­lega reiknað út hvað Þjóðverj­ar skuldi þeim fyr­ir hörm­ung­arn­ar sem fylgdu her­nám­inu og herfangið sem þeir stálu á fimmta ára­tugn­um.

Þýski ráðherrann segir þetta af og frá. Það sé löngu búið að gera þetta upp. Sú afstaða sé ekki að fara að breytast.

Forsætisráðherra Grikk­lands, Al­ex­is Tsipras, ræddi mögu­leg­ar bæt­ur við Ang­elu Merkel, kansl­ara Þýska­lands, er þau funduðu ný­verið í Berlín en Grikk­ir berj­ast nú við að láta enda ná sam­an með dyggri aðstoð frá Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðnum og öðrum ríkj­um Evrópusambands­ins. 

Frétt mbl.is: Segja Þjóðverja skulda sér 279 milljarða evra

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert