Rússar hökkuðu sig inn í Hvíta húsið

AFP

Rússar hökkuðu sig inn í tölvukerfi Hvíta hússins og fengu þannig aðgang að viðkvæmum gögnum og upplýsingum um meðal annars Barack Obama, forseta Bandaríkjanna. CNN greindi frá þessu í kvöld.

Bandarískir embættismenn telja að hakkararnir séu þeir sömu og brutust inn í tölvukerfi bandaríska utanríkisráðuneytisins í októbermánuði síðastliðnum.

Embættismennirnir halda því jafnframt fram að Rússarnir hafi ekki hakkað sig inn í nein leynileg tölvukerfi, heldur hafi þeir fengið aðgang að ýmsum viðkvæmum upplýsingum, þar á meðal dagskrá Obama.

Tölvuárásirnar eru að sögn embættismannanna á meðal þeirra alvarlegustu sem bandaríska ríkið hefur orðið fyrir. Bandaríska leyniþjónustan og fleiri öryggistofnanir eru að rannsaka árásirnar. 

Tölvuárásirnar sem beindust að bandaríska utanríkisráðuneytinu mátti rekja til tölva sem voru staðsettar víðs vegar um heiminn, en rannsakendurnir fundu vísbendingar sem gáfu til kynna að stjórnvöld í Rússlandi væru á bak við þær.

Frétt CNN

Frétt Independent

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert