Giftist 10 sinnum án þess að skilja

Af Facebooksíðu Liana Barrientos

Tæplega fertug kona frá New York í Bandaríkjunum stendur nú frammi fyrir fjölda ákæra eftir að hafa gifst 10 mismunandi mönnum á 11 ára tímabili, án þess að fara í gegnum neinn einasta hjónaskilnað.

Konan, sem heitir Liana Barrientos, falsaði gögn til að geta gengið ítrekað í hjónaband án þess að það kæmist upp, en í Bandaríkjunum er það brot á lögum að vera giftur fleiri en einni manneskju í einu.

Barrientos varð sér úti um tvö hjónabandsleyfi í Bronx, en hin fékk hún í Westchester County og á Long Island. Hún gekk fyrst í hjónaband árið 1999, en síðast árið 2010.

Barrientos giftist Mohamed Gerbil í nóvember 1999, Ahmed Allam í nóvember 2001, Habibur Rahman einnig í nóvember 2001, Davit Koridze í febrúar 2002, Duran Goktepe í mars 2002, Aliaksandr Paharelau einnig í mars 2002, Vakhtang Dzneladze í maí 2002, Rashid Rajput í júlí 2002, Kakhaber Khorbaladze í ágúst 2002 og Salle Keita í mars 2010.

Hún var handtekin eftir rannsókn á nýjasta hjónabandinu frá árinu 2010.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert