Í gær voru samþykkt lög í Úkraínu sem banna kommúnísk nöfn, tákn og jafnvel söngva. Þetta er hluti af baráttu þessa fyrrverandi ríkis í Sovétríkjunum í baráttu sinni við aðskilnaðarsinna í austurhluta landsins sem Rússar styðja.
Löggjöfin var samþykkt með 254 atkvæðum í 450 sæta þingi Úkraínu, Rada. Samhliða banni á kommúnískum áróðri og nöfnum var allt sem tengist áróðri nasista bannað.
Fyrir þetta fyrrum Sovétríki gæti þetta þýtt talsverða vinnu og umbætur, en meðal annars á að breyta öllum gatnaheitum, taka niður styttur með sovéskum leiðtogum og jafnvel torgum. Þannig verður væntanlega 102 metra og 150 tonna stytta af Lenín sem tekur á móti gestum til Kænugarðs tekin niður, en styttan sem kallast Móðurlandið heldur á skildi með merki Sovétríkjanna.
Viðurlög við að brjóta þessi nýju lög eru frá fimm upp í tíu ára fangelsi. Er þar miðað við áróður og hluti sem tengjast stjórn nasista frá 1939 til 1945 og kommúnista milli 1917 til 1991.
Þrátt fyrir að lögin virðist vera sett til höfuðs alræðisstjórnum voru sérstök lög samþykkt sama dag sem viðurkenna hlutverk þjóðernissinna í baráttunni fyrir sjálfstæði um miðja síðustu öld. Hópurinn er nokkuð vinsæll í vesturhluta Úkraínu og flokka Rússar hann sem fasistaflokk þjóðernissinna sem hafi of mikil völd í Kænugarði.