Biðja hæstarétt um að banna hjónabönd samkynhneigðra

Bænahús mormóna í Salt Lake City.
Bænahús mormóna í Salt Lake City. Af Wikipedia

Mormónar í Bandaríkjunum hafa í sameiningu við nokkra fleiri trúarhópa, beðið hæstarétt í landinu um að sjá til þess að hjónaband samkynhneigðra verði ekki gert löglegt í landinu.

Samkvæmt frétt The Independent hefst málflutningur í hæstarétti um hjónabönd samkynhneiðgra seinna í mánuðinum. Á síðasta ári komst skriður á málið er fjölmörg bandarísk fylki lögleiddu hjónaband samkynhneigðra. Það var m.a. gert í Utah, sem er heimili mormónakirkjunnar. 

Mormónakirkjan, ásamt hópi baptista, lúterska, evangelista og fleiri trúarhópa sendu hæstarétti bréf þar sem hann var hvattur til þess að „viðhalda hefðbundnum hjónaböndum“.

„Þrátt fyrir ólíka hugmyndafræði, lýsum við því sameinuð yfir að hefðbundið hjónaband er ómissandi fyrir velferð bandarísku fjölskyldunnar og samfélags,“ sagði m.a. í bréfinu. 

Ríkissaksóknari Utah sendi í síðustu viku svipað bréf til Hæstaréttar þar sem hann var beðin um að banna hjónabönd samkynhneigðra. Hins vegar hefur ríkisstjóri Utah, Jon Huntsman Jr stutt hjónabönd samkynhneigðra sem og borgarstjórar Salt Lake City og Park City. 

Gert er ráð fyrir því að hæstiréttur muni tilkynna niðurstöðu sína í júní. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert