Hillary Clinton ætlar að bjóða sig fram sem forsetaframbjóðanda demókrataflokksins í Bandaríkjunum. Rétt í þessu var John Podesta, kosningastjóri hennar að senda tölvupóst til helstu styrktaraðila hennar, stuðningsmanna og þeirra sem unnu að framboði Clintons árið 2008.
Segir í bréfinu að nú sé það orðið formlegt að Hillary ætli að bjóða sig fram.
Fleiri hafa síðan pósta álíka skjáskoti, eins og Ruby Cramer hjá Buzzfeed.
Á heimasíðu Clinton segir nú einnig að hún ætli í framboð.
Fréttastjóri Blue Nation Review, Jesse Berney, póstaði því rétt í þessu á Twitter að hann hefði fengið slíkan póst og lét skjáskot af póstinu fylgja með sem má sjá hér að neðan.
Podesta sends email to Hillary 2008 alumni announcing she is in -- first official announcement from the campaign. pic.twitter.com/AsOEw6Z33T
— Jesse Berney (@jesseberney) April 12, 2015
Here is the @johnpodesta email blast to donors types. pic.twitter.com/PNpwRo1z7g
— Ruby Cramer (@rubycramer) April 12, 2015