Hillary tilkynnir forsetaframboð

Hillary Clinton gæti orðið næsti forseti Bandaríkjanna, en hún hefur …
Hillary Clinton gæti orðið næsti forseti Bandaríkjanna, en hún hefur tilkynnt um forsetaframboð sitt. AFP

Hillary Clinton ætlar að bjóða sig fram sem forsetaframbjóðanda demókrataflokksins í Bandaríkjunum. Rétt í þessu var John Podesta, kosningastjóri hennar að senda tölvupóst til helstu styrktaraðila hennar, stuðningsmanna og þeirra sem unnu að framboði Clintons árið 2008. 

Segir í bréfinu að nú sé það orðið formlegt að Hillary ætli að bjóða sig fram. 

Fleiri hafa síðan pósta álíka skjáskoti, eins og Ruby Cramer hjá Buzzfeed.

Á heimasíðu Clinton segir nú einnig að hún ætli í framboð. 

Fréttastjóri Blue Nation Review, Jesse Berney, póstaði því rétt í þessu á Twitter að hann hefði fengið slíkan póst og lét skjáskot af póstinu fylgja með sem má sjá hér að neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert