Verður fyrrum forsetafrú forseti?

Hillary Clinton mun tilkynna framboð sitt til forseta Bandaríkjanna árið …
Hillary Clinton mun tilkynna framboð sitt til forseta Bandaríkjanna árið 2016 í dag. AFP

Hillary Clinton, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna og þekktasta konan í bandarískum stjórnmálum, tilkynnti í dag framboð sitt til forseta Bandaríkjanna árið 2016 í dag. Um leið hóf hún kosningabaráttu eftir langan aðdraganda, og varð forsetaefni demókrata í kosningunum í nóvember á næsta ári.

Forsetafrúin fyrrverandi er 67 ára og fyrrum utanríkisráðherra í ríkisstjórn Baracks Obama. Hún var áður ríkisstjórafrú í Arkansas fylki, forsetafrú Bandaríkjanna og öldungadeildarþingmaður í efri deild bandaríska þingsins fyrir New York fylki. Hún sóttist eftir tilnefningu demókrata sem forsetaframbjóðandi í forsetakosningunum árið 2008 en beið ósigur fyrir Obama.

Hillary er fyrsta konan sem talin er hafa átt raunhæfan möguleika á að verða forseti Bandaríkjanna. Hún er eiginkona Bill Clinton sem var forseti Bandaríkjanna á árunum 1993-2001. 

Elti Bill til Arkansas

Clinton er fædd 26. október 1947 og ólst upp í Park Ridge í Illinois í Bandaríkjunum. Árið 1965 hóf hún nám í Wellesley háskólanum þaðan sem hún útskrifaðist með áherslu á stjórnmálafræði. Eftir það innritaði hún sig í lagadeild Yale háskólans og kynntist Bill Clinton, verðandi eiginmanni sínum, þar en hann stundaði einnig laganám við sama skóla.

Árið 1973 útskrifaðist hún með lögfræðigráðu frá Yale, og ári seinna tók hún ákvörðun um að elta Bill til Fayetteville í Arkansas þar sem hann kenndi lögfræði í háskólanum í Arkansas og var í framboði til sætis í fulltrúadeild Bandaríkjaþings fyrir Arkansas. Þar gerðist hún ein af tveimur kvenkyns lögfræðikennurum við sama háskóla og kenndi þar afbrotafræði ásamt því að verða fyrsti framkvæmdarstjóri lögfræði- hjálparstofnun skólans.

Bill og Hillary giftu sig með lítilli athöfn 11. október 1975. Hillary ákvað að taka ekki upp nafn eiginmanns síns og halda þannig atvinnulífinu aðskildu frá persónulega lífinu sínu.

Var ávallt sú tekjuhæsta á heimilinu

Bill tapaði framboði sínu til fulltrúadeildarinnar en var kosin dómsmálaráðherra Arkansas árið 1976 sem gerði það að verkum að hjónin fluttu til höfuðborgar Arkansas, Little Rock. Þar byrjaði hún að vinna hjá virðulegri lögfræðistofu sem hét Rose Law Firm, ásamt því að vinna sjálfboðavinnu fyrir málstað barna.

Árið 1978 var eiginmaður hennar kosin fylkisstjóri Arkansas sem gerði Hillary að ríkisfrú Arkansas, en þeim titli hélt hún til ársins 1981, og svo aftur frá árunum 1983-1992. Eiginmaður hennar skipaði hana sem formann yfir heilbrigðisráðgjafanefnd landsbyggðarinnar í Arkansas þar sem hún tryggði aukið fjármagn til heilbrigðisþjónustu fátaktækari svæða ríkisins. Árið 1979 varð Hillary fyrsta konan til að gerast meðeigandi í Rose lögfræðistofunni sem hún starfaði hjá. Frá árunum 1978 þar til Bill var gerður að forseta Bandaríkjanna var Hillary ávallt sú tekjuhæsta á heimilinu. Árið 1980 eignuðust svo Hillary og Bill sitt fyrsta og eina barn, Chelsea Clinton.

Mjög áhrifarík forsetafrú

Hillary Clinton var forsetafrú Bandaríkjanna á árunum 1993-2000 eftir að eiginmaður hennar, Bill Clinton, var vígður í embætti forseta Bandaríkjanna í janúar 1993. Hún var fyrsta forsetafrúin sem hafði framhaldsmenntun úr háskóla. Hún var einnig fyrsta forsetafrúin til að hafa átt sinn eigin starfsframa þar til hún fluttist í Hvíta Húsið ásamt því að vera fyrst til að eignast skrifstofu í Vesturálmu Hvíta Hússins og aðra í Austurálmunni.

Hillary er talin hafa verið mjög áhrifarík forsetafrú en hún spilaði mikilvægt hlutverk í opinberum stefnumálum. Bill Clinton er sagður hafða leitað til hennar með ýmis mál og fegið álit hennar en hún er sögð hafa verið ósammála eiginmanni sínum um ýmis málefni. Sem forsetafrú sá hún um að tryggja fjárframlög til að varðveita og laga sögulega minjar og svæði tengd bandarískri sögu, og gerði hún ýmsar breytingar á garði Hvíta Hússins. Hillary fylgdi eiginmanni sínum í opinberar heimsóknir til ýmsa landa, en þessar ferðir hennar gáfu henni mikla innsýn og reynslu inn í það starf sem hún kom seinna til með að taka að sér sem utanríkiráðherra Bandaríkjanna.

Stuttu eftir að Bill Clinton tók við stöðu forseta Bandaríkjanna, kom hann á fót vinnuhóp til að vinna að bættu heilbrigðisfrumvarpi fyrir bandarísku þjóðina. Hann skipaði Hillary Clinton yfir þessum vinnuhópi en sú ákvörðun kom mörgum á óvart og var deilt hart hvort að forsetafrú mætti samkvæmt lögum vera yfir slíkum vinnuhópi. Í ágúst 1994 féll heilbrigðisfrumvarpið á þinginu. Það var ekki fyrr en árið 2008 að þingið tók aftur upp umræðuna um nýtt heilbrigðisfrumvarp, í þetta skipti lagði Obama stjórnin fram nýtt heilbrigðisfrumvarp.

Naut mikils stuðnings eftir Monicu Lewinsky-hneykslið

Árið 1998 komast það upp að Bill Clinton átti í kynferðislegu sambandi við ungan lærling Hvíta Hússins, konu að nafni Monica Lewinsky. Fyrst þegar málið komst upp neitaði Bill ásökunum og Hillary sagði í viðtali um þetta mál að um væri að ræða nýjasta samsærið í röð margra frá pólitískum andstæðingum þeirra. Síðar baðst hún afsökunar á fyrri ummælum sínum þegar í ljós kom að eiginmaður hennar hafði í raun og veru átt í kynferðislegu sambandi við Lewinsky. Hillary tilkynnti í ljósi þessara atburða að hún hygðist þrátt fyrir það sem undan hefði gengið að halda í hjónabandið. 

Í gegn­um árin gengu vin­sæld­ir Hillary Cl­int­on sem for­setafrú­ar í bylgj­um, en þegar upp komst um fram­hjá­hald eig­in­manns henn­ar mæld­ist hún í kjöl­farið mun vin­sælli en áður meðal al­menn­ings. Fjöl­miðlar höfðu gjarn­an fjallað um hana sem hroka­fulla og of karllæga en í Monicu Lew­insky-hneyksl­inu var dreg­in upp mynd af henni sem varn­ar­lausu fórn­ar­lambi, og naut hún þá stuðnings 65% þjóðar­inn­ar sam­kvæmt skoðana­könn­un­um.

Fyrsta fyrrum forsetafrúin til að sitja sem öldungadeildarþingmaður

Í júlí árið 1999 tilkynnti Hillary Clinton að hún hygðist bjóða sig fram sem öldungadeildarþingmaður fyrir New York fylki í kosningunum árið 2000. Hillary hafði það að markmiði fyrir kosningarnar að draga úr atvinnuleysi með því að hvetja til nýsköpunar og búa til skattalegan hvata fyrir fyrirtæki að fjárfesta í innviðum samfélagsins. Markmið hennar var að skapa um 200 þúsund störf á sex ára tímabili, vildi hún þá einblína á að efla heilbrigðis og menntakerfið.

Hillary vann kosningarnar 7. nóvember árið 2000 fyrir hönd demókrata með 55 prósent atkvæða á móti Rick Lazio framjóðenda repúblikana með 43 prósent atkvæða. Hillary var vígð í embætti öldungadeildaþingmanns 3. janúar 2001 og í kjölfar þess var hún fyrsta fyrrum forsetafrú til að sitja sem öldungadeildarþingmaður. Árið 2006 var hún endurkjörinn á þing með 61 prósenti atkvæða á móti 31.

Clinton lét lítið fyrir sér fara fyrst um sinn og vann hörðum höndum að byggja upp samband milli þingmanna beggja flokka. Í kjölfar hryðjuverkaárásarinnar á Tvíburaturnana í New York 11. september 2001 vann Clinton hörðum höndum að finna fjármagna til að bæta varnaröryggi New York fylkis ásamt uppbyggingu svæðisins sem varð fyrir árás. 

Réttindi kvenna og mannréttindi baráttumál

Í janúar árið 2007 tilkynnti Hillary Clinton að hún hygðist bjóða sig fram í forkosningar demókrata í baráttu um forseta tilnefningu demókrata. Mótframbjóðendur hennar og helstu keppinautar í sama flokki voru Barack Obama og John Edwards. Lengi vel benti margt til þess að Clinton yrði forsetaefni demókrata. Í lok október fór að síga á fylgni Clinton og fylgni Barack Obama fór að aukast. Hillary tapaði naumlega fyrir Obama.

Stuttu eftir að Obama var kjörinn forseti tilnefndi hann Hillary sem utanríkisráðherra landsins. Hún tók við embættinu þann 21. janúar 2009 og varð þá 67. utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Hillary var fyrsta fyrrum forsetafrú Bandaríkjanna til að þjóna í ríkistjórn forseta Bandaríkjanna.

Í sinni tíð sem utanríkisráðherra gerði Clinton réttindi kvenna að baráttumáli og var ötull talsmaður mannréttinda. Hún ferðaðist meira en flestir forverar hennar og hóf notkun samfélagsmiðla til að tilkynna um hin ýmsu mál. Þá leiddi hún málflutning Bandaríkjanna þegar brugðist var við hinu svokallaða arabíska vori og hernaðaríhlutun í Líbýu.

Utanríkisráðuneytið, undir forystu Clinton, kom undir rannsókn eftir árás á bandarísku utanríkisþjónustuna í Benghazi í Líbýu þann 11. september 2012 þar sem sendiherra Bandaríkjanna í landinu, Christopher Stevens og þrír aðrir létust. Sjálfstætt starfandi vinnuhópur gaf út skýrslu um árásina þar sem bent var á að kerfisbundin mistök og gallar í forystu og stjórnun utanríkisráðuneytisins hafi haft áhrif.

„Ég held hún yrði frábær forseti“

Þegar Hillary Cl­int­on tapaði fyr­ir Obama í for­kosn­ing­unni 2008 flutti hún þakk­arræðu til stuðnings­manna sinna, þar sem hún sagði að þrátt fyr­ir að þeim hafi ekki tek­ist að brjóta hið ósýni­lega glerþak, þá hafi þeim tek­ist að kom 18 millj­ón sprung­um í það og í gegn­um þess­ar sprung­ur skíni von­ar­ljós. Vísaði hún þannig til þess að hún fékk 18 millj­ón at­kvæði í kosn­ing­un­um.

Obama hefur verið mikill stuðningsmaður hennar og sagði til að mynda í gær að hún yrði frábær forseti sem gæti sent sterk skilaboð. „Hún var sterk­ur fram­bjóðandi árið 2008, hún var frá­bær stuðnings­maður minn í for­seta­kosn­ing­un­um, hún stóð sig frá­bær­lega sem ut­an­rík­is­ráðherra, hún er vin­ur minn,“ sagði Obama við fjöl­miðla í gær og bætti við: „Ég held hún yrði frá­bær for­seti.“

Uppfyllti aldrei staðalmynd hinn­ar „styðjandi eig­in­konu“

Cl­int­on hef­ur verið mikið milli tann­anna á fólki allt frá því hún kom fyrst fram á sjón­ar­sviðið við hlið eig­in­manns síns. Segja mætti að hún hafi aldrei upp­fyllt staðal­mynd hinn­ar „styðjandi eig­in­konu“ held­ur unnið á eig­in for­send­um. Þegar þau gengu í hjóna­band árið 1975 hélt hún t.d. eig­in eft­ir­nafni, Rod­ham, en tæp­um ára­tug síðar þegar Bill Cl­int­on varð rík­is­stjóri Ark­ans­as heyrðist að það væri nú varla við hæfi að rík­is­stjóra­frú­in bæri ekki eft­ir­nafn eig­in­manns­ins. Úr varð að hún tók upp Cl­int­on nafnið.

Strax þarna heyrðust gagn­rýniradd­ir sem beind­ust að Hillary Cl­int­on sem sterkri konu og femín­ista. Síðar varð hún fyrsta for­setafrú Banda­ríkj­anna með fram­halds­gráðu úr há­skóla og far­sæl­an starfs­fer­il sem meðeig­andi lög­manns­stofu, en al­menn­ing­ur tók henni hik­andi frá upp­hafi. Virðist ímynd henn­ar sem sterk og sjálf­stæð kona hafi verið ógn­andi gagn­vart stór­um hluta banda­rískra hjóna, þar sem starfs­fer­ill eig­in­manns­ins var sett­ur í for­gang á meðan kon­an sá um að hugsa um heim­ilið.

Árin 1988 og 1991 birtist nafn hennar á lista The National Law Journal yfir 100 valdamestu lögfræðinga í Bandaríkjunum. Hillary varð amma árið 2014 þegar dóttir hennar eignaðist sitt fyrsta barn.

Slag­orðinu „Ég er til í Hillary
Slag­orðinu „Ég er til í Hillary" er nú víða haldið á lofti meðal stuðnings­manna Cl­int­on, sem kynda af kappi und­ir kosn­inga­bar­áttu. AFP
Hjónin Bill og Hillary Clinton.
Hjónin Bill og Hillary Clinton. AFP
Sem ut­an­rík­is­ráðherra sló Hillary Cl­int­on met og varð sá víðförlasti …
Sem ut­an­rík­is­ráðherra sló Hillary Cl­int­on met og varð sá víðförlasti í sögu Banda­ríkj­anna. Þegar hún lét af störf­um í lok kjör­tíma­bils­ins var hún vin­sælli en nokk­urn tíma fyrr. AFP
AFP
Mæðgurn­ar Chel­sea og Hillary Cl­int­on.
Mæðgurn­ar Chel­sea og Hillary Cl­int­on. AFP
Hillary Clinton er einnig metsöluhöfundur fjölda bóka, en nýjasta metsölubók …
Hillary Clinton er einnig metsöluhöfundur fjölda bóka, en nýjasta metsölubók hennar er Hard Choices. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert