Rússar hafa leyft flutninga á S-300 loftvarnarflaugum frá landinu til Írans. Þetta kemur fram í tilkynningu frá rússneskum yfirvöldum í dag.
Þar segir að samkvæmt tilskipun sem Vladimir Pútín Rússlandsforseti undirritaði megi nú flytja S-300 flugskeyti til Írans. Stutt er síðan Vesturlöndin og Íran náðu samningum um kjarnorkustefnu Írans.
Með tilskipun Pútíns afnemur hann bann við „flutningum frá Rússlandi til Írans" á S-300 flugskeytum. Bannið við flugskeytaflutningum til Írans hefur verið á frá árinu 2010.