Svona var borgin jöfnuð við jörðu

Sprengjur. Sleggjur. Grjót. Jarðýtur. Liðsmenn Ríkis íslams notuðu margvísleg verkfæri til að jafna hina fornu borg Nimrud í Írak við jörðu. Eyðileggingin blasir við á meðfylgjandi myndskeiði.

Hryðju­verka­sam­tök­in Ríki íslams hafa birt mynd­skeið á net­inu sem sýn­ir víga­menn úr þeirra röðum rústa borginni.

Mynd­skeiðið staðfest­ir þar með fregn­ir sem bár­ust í byrj­un mars­mánaðar um að víga­menn Rík­is íslams hefðu valtað yfir borg­ina og rutt hana niður með stór­um görf­um.

Sam­tök­in líta svo á að líkn­eski og stytt­ur séu „fölsk skurðgoð“ og þau beri að eyðileggja.

Skemmd­ar­verk­in voru aðeins einn liður í niðurrifs­her­ferð sam­tak­anna gegn menn­ing­ar­arfi í Írak.

Ni­mrud er einn helsti gim­steinn sem varðveist hef­ur frá Ass­yríu­tíma­bil­inu. Borg­in var stofnuð á þrett­ándu öld fyr­ir Krist og er við Tígris-ána í um þrjá­tíu kíló­metra fjar­lægð frá Mos­ul, ann­arri stærstu borg Íraks. Mos­ul er eitt helsta vígi víga­manna Rík­is íslams.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert