Sprengjur. Sleggjur. Grjót. Jarðýtur. Liðsmenn Ríkis íslams notuðu margvísleg verkfæri til að jafna hina fornu borg Nimrud í Írak við jörðu. Eyðileggingin blasir við á meðfylgjandi myndskeiði.
Hryðjuverkasamtökin Ríki íslams hafa birt myndskeið á netinu sem sýnir vígamenn úr þeirra röðum rústa borginni.
Myndskeiðið staðfestir þar með fregnir sem bárust í byrjun marsmánaðar um að vígamenn Ríkis íslams hefðu valtað yfir borgina og rutt hana niður með stórum görfum.
Samtökin líta svo á að líkneski og styttur séu „fölsk skurðgoð“ og þau beri að eyðileggja.
Skemmdarverkin voru aðeins einn liður í niðurrifsherferð samtakanna gegn menningararfi í Írak.
Nimrud er einn helsti gimsteinn sem varðveist hefur frá Assyríutímabilinu. Borgin var stofnuð á þrettándu öld fyrir Krist og er við Tígris-ána í um þrjátíu kílómetra fjarlægð frá Mosul, annarri stærstu borg Íraks. Mosul er eitt helsta vígi vígamanna Ríkis íslams.