Mótmælandi veittist að Mario Draghi

Draghi og fætur mótmælandans.
Draghi og fætur mótmælandans. Skjáskot úr myndbandinu.

Mót­mæl­andi veitt­ist að Mario Drag­hi, banka­stjóra Evr­ópska seðlabank­ans (ECB) á blaðamanna­fundi í dag. Mót­mæl­and­inn stökk upp á borðið sem Drag­hi sat við, stráði papp­írsrusli yfir hann og hrópaði „bindið enda á harðstjórn ECB!“

Drag­hi var í miðjum klíðum við að út­skýra pen­inga­stefnu bank­ans þegar kon­an stökk upp á borðið. Kon­an var dreg­in í burtu skömmu áður en lokað var fyr­ir út­send­ingu frá fund­in­um, en Drag­hi hélt fund­in­um áfram stuttu síðar. Hon­um virt­ist brugðið en ómeidd­ur.

Mót­mæl­end­ur hafa sakað bank­ann um að reyna að keyra í gegn harka­leg­ar aðhaldsaðgerðir á evru­svæðinu, sér­stak­lega í Grikklandi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka